Lífræn hjónabandssæla Eddu

Mynd: © Heiða Helgadóttir

Þessa vikuna ætlar leikkonan Edda Björgvinsdóttir að deila með lesendum uppskrift að lífrænni hjónabandssælu. „Þessi er ekki ósvipuð því sem við Laddi erum að leika í Gamla bíói,“ segir Edda brosandi og á við sýninguna Hjónabandssælu sem er sýnd í Íslensku óperunni um þessar mundir.

1 ½ dl lífrænn hrásykur

3 ¾ dl lífrænt hveiti/heilhveiti/spelt

180 gr kókósfeiti (lífræn)

1 tsk. vínsteinslyftiduft (lífrænt)

¾ tsk. matarsódi (frá Pottagöldrum)

3 ½ dl lífrænt haframjöl

1 stk. hamingjusamt egg

Blandið öllu saman í hrærivélarskál og hrærið varlega þar til deigið er komið vel saman, ekki hræra of mikið. Takið 2/3 af deiginu og þjappið í smurt tertuform með fingrunum, vel í botninn og upp með köntunum.

Smyrjið lífrænni rabbarbarasultu yfir, magn af sultu fer eftir smekk hvers og eins. Rúllið út restina af deiginu og skerið niður í strimla og raðið yfir.

Bakað við 180°C í um 40 mínútur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.