Kynlíf í tölum

* 84% kvenna hafa stundað kynlíf með makanum svo hann hjálpi til við húsverkin.

Samkvæmt Ian Kerner, kynlífs- og hjónabandsráðgjafi og höfundur sjálfshjálparbókarinnar She Comes First: The Thinking Man’s Guide to Pleasuring a Woman, er ekkert að því að nota kynferðislegar mútur í annars heilbrigðu sambandi. „Heimilisverkin lenda oftar á konum en rannsóknir sýna að þær hafa meiri áhuga á kynlífi þegar heimilið er hreint og fínt. Þær upplýsingar einar og sér ættu að duga flestum mönnum en hinar ættu að blanda húsverkunum inn í forleikinn.“

* Meðal lengd getnaðarlims sem er ekki í standi er 8,89 cm.

„Flestir halda að þeir séu annað hvort með of stóran eða of lítinn lim en sannleikurinn er sá að þeir eru bara innan eðlilegra marka,“ segir Dr. Kerner og bætir við að meðallengdin séu 12.7 cm í standpínu. „Meðalstærðin er alveg nógu stór svo gleymið öllum pillum og pumpum,“ bætir Kerner við.

* Meðal manneskjan eyðir 200 kalóríum með 30 mínútna ástarleik.

Samkvæmt Gildu Carle, kynlífs- og hjónabandsráðgjafa, er ekki nóg að stunda kynlíf daglega til að halda líkamanum í formi. „Bættu kynlífinu við líkamsræktina og þú ættir að vera í góðum málum.“

* 20% Ameríkana hafa elskast með vinnufélaga.

Dr. Kerner, sem segir mjög mörg ástarsambönd hefjast á vinnustöðum, biður fólk að hafa tvennt í huga þegar kemur að neista á skrifstofunni. „Giftir einstaklingar ættu að forðast allt daður. Slíkt getur auðveldlega breyst yfir í sálfræðilegt framhjáhald og á endanum líkamlegt. Þeir einstæðu ættu að passa sig að elskhuginn starfi ekki í sömu deild og að hvorki þú né hann séu yfirmenn.“

* Sáðlát innan tveggja mínútna flokkast sem of brátt sáðlát.

„Of brátt sáðlát er algengari kvilli en risvandmál,“ segir Dr. Kerner og vitnar í rannsókn þar sem fram kom að einn af hverjum þremur karlmönnum þjáðist vegna ótímabærs sáðlats. „Það þýðir ekki að karlmaðurinn sé latur, sjálfselskur eða óþroskaður,“ segir hann og bætir við að svo fljótt sáðlát geti verið genatengt. „Því miður er ekki enn þá til lítil blá tafla við vandamálinu en sérfræðingar geta hjálpað. Og mundu: Það eru margar leiðir að fullnægingu kvenna.“

* 25 % Ameríkana eru með ólæknandi kynsjúkdóm.

„Taktu ábyrgð á eigin heilsu. Ef þú ert í vafa farðu í skoðun. Þekktu líkama þinn og bólfélaga þíns,“ segir Dr. Carle og Dr. Kerner bætir við að kynsjúkdómar geti líka smitast með munnmökum.

* 12% gifta einstaklinga sofa einir.

„Það eru margar ástæður fyrir því að giftir einstaklingar velja að sofa einir. Sumir eiga maka sem hrjóta, aðrir eiga börn sem sofa upp í og taka allt plássið. Þegar öllu er á botninn hvollt er mikilvægara að sofa vel en að sofa við hlð makans,“ segir Dr. Kerner sem segir einn hæng á. „Ef þú sefur ekki við hlið makans eru minni líkur á að þið elskist.“

* Meðalparið eyðir 20 mínútum í forleik.

„Konur þurfa oftast lengri tíma en karlmenn til að æsast kynferðislega. Forleikur dýpkar hið nána samband og eykur líkurnar á að konan fái fullnægingu. Því meira af forleik því betra,“ segir Dr. Carle og Dr. Kerner tekur í sama streng. „Munurinn á tíu mínútna forleik og 20 mínútna forleik getur haft úrslit á það hvort bæði upplifi fullnægjandi kynlíf eða ekki. Húð okkar er stærsta líffæri okkar og möguleikarnir eru endalausir. Hins vegar er heilinn stærsta „kynfærið“ svo allt tal um kynlíf og kynþokkafullar hugsanir hjálpa til.“

* Meðal manneksjan stundar 103 sinnum kynlíf á ári.

„Margir velta mikið fyrir sér hvað þeir ættu að stunda mikið kynlíf en það er engin ein rétt tala,“ segir Dr. Kerner og bætir við: „Ef þú ætlar að stunda kynlíf einu sinni í viku muntu örugglega gera það oftar því hugur er þannig stilltur. Konur sem stunda kynlíf einu sinni í viku upplifa aukningu á testosterónmagni sem getur leitt til enn meiri kynlífslöngunar.“

* 48% kvenna hafa feikað það allavega einu sinni á ævinni.

„Hvað græðirðu á að feika það ef þú ert í sambandi við manneskju sem þér þykir vænt um?“ spyr Dr. Carle. „Ef lítil löngun er vandamálið reyndu þá að komast að ástæðunni. Hefurðu miklar áhyggjur? Laðastu ekki að makanum? Ertu reið við makann? Líkaminn segir oft það sem hugurinn vill ekki viðurkenna.“ Dr. Kerner segir konur sem þykjast fá fullnægingu oft lenda í vítahring lyga. „Á endanum missirðu áhugann á kynlífi. Í hvert skipti sem þú feikar það missirðu tækifæri til að ræða málin við makann.“

* 48% kvenna og karla eru ánægð með kynlíf sitt, samkvæmt bandarískri rannsókn.

„Hafðu í huga að líf þitt er ekki rómantísk gamanmynd. Mundu að þú ert eðlileg/ur,“ segir Dr. Carle. „Stundum ertu opin/ fyrir kynlífi, stundum ekki. Vinskapur, ást, tilfinningar um öryggi og vitneskja að þú getir sagt „nei“ þegar þú ert ekki í stuði hefur vinninginn yfir allar augnabliks fullnægingar. Sambandið sjálft og ástin skiptir mestu máli.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.