fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirLeiðari

„Never get high on your own supply“

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 3. febrúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég las merkilega grein í The Guardian um daginn. Í henni er fullyrt að sérfræðingarnir sem eiga samfélagsmiðlana sem við notum daglega, noti þá aldrei sjálfir, af því þeir vita hversu ávanabindandi og skaðleg áhrif þeirra geta verið.

„Hvernig getum við tekið eins mikinn tíma og athygli frá þér og hægt er? Jú, við gefum þér smá dópamínkikk um leið og fólk lækar eða kommentar á það sem þú setur á Facebook, – og það mun hvetja þig til að setja meira og meira efni á miðilinn sem kallar eftir fleiri lækum og kommentum.“

Svona útskýrir Sean Parker, fyrrverandi forstjóri Facebook, hvað það er sem gerir okkur flest svo háð þessum samfélagsmiðli.

Í raun virkar þetta eins og spilafíkn. Maður sér tölur inni í rauðum depli sem hvetja mann til að smella og tékka. Telja lækin. Gaman ef þau eru mörg. Leiðinlegt ef þau eru fá.

Það sér hver maður að þetta er óskaplega kjánalegt en samt sem áður eru margir mjög fastir í þessari fíkn. Eftir að Sean Parker sagði sitt álit steig annar fyrrverandi yfirmaður fyrirtækisins fram og sagði sína skoðun en hans hlutverk hafði verið að fjölga notendum.

„Þessi ávanabindandi vítahringur, að þurfa stöðugt þessar dópamíninnspýtingar, er að eyðilegga samfélagið okkar,“ sagði hann og bætti svo við að hann leyfi ekki sínum eigin börnum að nota Facebook.

Sálfræðingurinn Adam Alter, sem er sérfróður um netfíkn, tekur undir þetta í greininni og segir að það sé engin tilviljun að fólk verði háð þessu. Forrit á borð við Facebook, Twitter og Instagram séu ekki hönnuð út frá því að vera svo skemmtileg að við höldum áfram að nota þau. Nei, þau eru hönnuð til að vera svo ávanabindandi að þú getur ekki hætt að nota þau og þannig græða eigendurnir peninga. Sjúklega mikla peninga.

Við erum í raun haldin einshvers konar stigatalningar Facebook- og Twitter-fíkn. Við setjum myndir, statusa, pósta í loftið og bíðum svo spennt eftir viðbrögðum og það hefur svo aftur áhrif á það hvernig okkur líður. Undirliggjandi er eðlislæg þörf okkar fyrir viðurkenningu. Hálf sorglegt ef maður pælir í því.

Sjálfur er Mark Zuckerberg ekki að fixa sig með Facebook dópamínskotum eins og við hin. Nei, hann er með tólf manns í vinnu við að svara, henda út kommentum og læka. Og á meðan situr hann sultuslakur einhvers staðar úti í heimi, eins og Pablo Escobar, sötrandi gulrótarsafa, græðandi sgrillbilljóntrilljónir, sönglandi með Notorious BIG:

„Never get high on your own supply.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“