fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirLeiðari

Áramótaheit DV

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabríel Kristjónsson, sonur minn, var 17 ára þegar honum var nauðgað af dreng sem hann taldi vera vin sinn. Sonur minn tók það stóra og erfiða skref að leggja fram kæru. Síðan eru liðin þrjú löng ár. Sem fjölmiðlamaður veit ég að leiðin inn í réttarsal er eins og völundarhús. Leiðin er grýtt, oft niðurlægjandi og erfið fyrir þolendur. Á þeim árum sem hafa liðið hefur sonur minn, líkt og aðrir þolendur, séð ósjálfráðar svipmyndir. Brot úr nauðgunarárásinni hafa birst í huga hans við ólíklegustu aðstæður.

Þeir sem ákveða að leita réttar síns þurfa oftar en ekki að rifja upp árásina á spítala, í Barnahúsi, á lögreglustöð, hjá sálfræðingi og í dómsal. Og allt þetta gerði sonur minn. Síðan tók biðin eftir réttlætinu við. En kraftaverkin gerast. Þremur árum síðar bárust stórkostleg tíðindi. Sonur minn hafði sigrað. Nauðgarinn var dæmdur í fangelsi.

Á þessum þremur árum hefur sonur minn ítrekað verið í lífshættu og ég og aðrir ættingjar höfum óttast um líf hans á hans erfiðustu stundum. En svo fann hann sjálfan sig úti á landi, á Seyðisfirði, þar sem styrkur hans hefur vaxið.

Helsta ástæðan fyrir aðdáun minni á syni mínum er sú að hann hafði kjark til að leggja fram kæru og fylgja henni á leiðarenda. Ég var á svipuðum aldri og Gabríel þegar ég var beittur kynferðisofbeldi. Ég þorði ekki að leggja fram kæru eða segja sögu mína í fjölmiðlum eins og margir þolendur hafa gert síðustu ár. Ég beitti kynferðisbrotamanninn ofbeldi og taldi það vera réttlæti. Seinna hlustaði ég á vinkonu mína. Pabbi hennar nauðgaði henni og hún rogaðist um með skelfilegar minningar og reyndi að drekkja þeim í brennivíni og dópi, en ekkert gekk. Minningarnar flutu alltaf upp á yfirborðið og vöfðu sig að lokum utan um hana og þegar þær loks sukku tóku þær hana með niður í djúpið. Annar vinur minn skaut sig í hausinn. Kynferðisbrot drepa, svo einfalt er það nú. En við sem búum ekki yfir sama hugrekki eða fáum ekki aðstoð til að segja frá erum í lífshættu. Leiðin til bata er lífshættuleg og lengri en hinna sem þora að taka skrefið og kæra eða segja frá í fjölmiðlum. Ótal dæmi eru um að þolendur stígi fyrst fram í fjölmiðlum áður en þeir leita réttar síns hjá yfirvöldum. Í gegnum árin hafa blaðamenn DV verið óhræddir við að segja sögur af kynferðisofbeldi, og ýmiss konar óréttlæti.

Starfsmenn DV ætla á þessu ári að segja óteljandi sögur af gleði og sorg, sakamálum, menningu, íþróttum, slúðri, uppskriftum og kynlífi. Þá ætla starfsmenn DV að vera, eins og árin á undan, til staðar fyrir þá sem hafa verið beittir ofbeldi eða öðru óréttlæti og þurfa á rödd að halda.

Það er áramótaheit DV.

Kristjón Kormákur, ritstjóri DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara

Ofbeldismenn herja á starfsfólk Héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“

Bubbi mærir Katrínu í Mogganum: „Við skulum tala íslensku“