fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Sáttmáli barnanna

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 15. september 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Miklar og heitar umræður hafa orðið hér á landi um stúlkurnar Mary, átta ára, og Haniye, ellefu ára, sem fæddust á flótta en komu hingað til lands ásamt fjölskyldum sínum í von um betra líf. Ákveðið var að senda þær úr landi, en um leið reis öflug mótmælaalda þeim til stuðnings.

Aðalatriðið í máli Mary og Haniye er að þær eru börn og eiga, samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sinn rétt. Í sáttmálanum segir: „Allar ákvarðanir eða ráðstafanir yfirvalda er varða börn skulu byggðar á því sem er börnum fyrir bestu.“ Þar sem við vitum hversu grimmur heimurinn er þá er ljóst að þetta ákvæði er þverbrotið víða um heim. Það ætti hins vegar ekki að vera sjálfsagt í lýðræðisríki eins og okkar. Við hljótum að slá skjaldborg um öll börn og huga að velferð þeirra. Þegar kemur að flóttabörnum megum við aldrei gleyma því að barn á flótta er barn í neyð.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Inn í umræðu um mál Mary og Haniye, sem að hluta hefur einkennst af æsingi og tilfinningahita, kom einstaklingur sem talar af áberandi yfirvegun, þekkingu og skynsemi um rétt barna sem eru á flótta. Hér er átt við umboðsmann barna, Salvöru Nordal. Hún hefur bent stjórnvöldum á að þau verði að fylgja ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Harðlynda fólkið sem andvarpar í hvert sinn sem fréttist af komu flóttamanna hingað til lands og fer að telja kostnaðinn verður að átta sig á því að ekki er hægt að afgreiða þann sáttmála eins og sé hann enn eitt þreytandi plaggið frá óþarfri erlendri eftirlitsstofnun.

Salvör Nordal segir að vísbendingar séu um að ekki sé nægilega leitað eftir skoðun þess barns sem er á flótta og þarfnast verndar. Börn á flótta hafa séð og upplifað hörmungar. Ekkert barn ætti að lifa við slíkt. Það er siðferðileg skylda okkar sem þjóðar að koma börnum á flótta til bjargar og bjóða þeim hæli en ekki hrekja þau burt. Þau hafa upplifað næga höfnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki