fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Til hamingju Evrópa!

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. apríl 2017 10:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmanuel Macron. Mynd/EPA

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Heimsbyggðin hefur undanfarið þurft að þola dágóðan skammt af vondum kosningaúrslitum. Má þar nefna Brexit, þar sem breskum kjósendum urðu á mistök sem líkast til munu verða afdrifarík fyrir land og þjóð. Kjör Donalds Trump var síðan kjaftshögg fyrir alla heimsbyggðina, sem er enn nokkuð ringluð og miður sín. Sigur Erdogans forseta í Tyrklandi var svo áfall fyrir lýðræðið. En nú koma góðu tíðindin. Evrópumaðurinn og miðjumaðurinn, hinn óháði frambjóðandi Emmanuel Macron, bar sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna og fátt getur komið í veg fyrir að hann verði næsti forseti Frakklands. Þjóðernissinninn Marine Le Pen kemur á hæla honum og mun keppa við hann um forsetastólinn. Munurinn á þessum tveimur frambjóðendum er ekki mikill, hann fékk rúm 23 prósent atkvæða en hún tæp 22 prósent. Það er hins vegar ljóst, og er Frökkum til hróss, að sjónarmiðin sem Le Pen stendur fyrir eru ansi ólíkleg til að laða að fjöldafylgi. Lýðræðissinnaðir Frakkar eiga bara einn kost í stöðunni sem er að berjast gegn öfgaöflum á hægri kanti stjórnmála.

Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV.

Macron er góðu heilli stuðningsmaður Evrópusambandsins og sigur hans er mikilvægur fyrir sambandið, engu síður en fyrir Frakka. Það hefði hörmuleg jarðskjálftavekjandi áhrif í Evrópu yrði Marine Le Pen forseti Frakklands með sín mannfjandsamlegu viðhorf og einangrunarstefnu. Frakkar hafa þurft að líða mikið á undanförnum misserum vegna tíðra hryðjuverka sem hafa fært hægri sinnuðum öfgamönnum vopn í hendur. Vel hefði mátt ímynda sér að hatursáróður þessara manna gegn múslimum og innflytjendum hefði átt meiri hljómgrunn í þessum kosningum en raun varð á. Af þessu má kannski læra það að fyrirfram er ekki rétt að vanmeta skynsemi fólks.

Franco­is Hollande, hinn lítt vinsæli Frakk­lands­for­seti, hef­ur lýst yfir stuðningi við Emm­anu­el Macron. Hollande segir að sigur hægri öfgaflokka myndi kljúfa Frakkland. „Gagn­vart slíkri hættu er ómögu­legt að þegja eða sýna hlut­leysi,“ sagði hann. Þetta er rétt hjá forsetanum. En það eru ekki bara Frakkar sem verða að láta í sér heyra og taka afstöðu og berjast gegn þeirri ógn sem stafar af öfgafullum þjóðernissinnum. Það er skylda allra lýðræðissinnaðra manna hvar sem þeir búa.

Ýmislegt getur gerst í kosningabaráttu en blessunarlega bendir þó ekkert til annars en að Evrópa sjái fram á góðan 7. maí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega