fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Hroki og hótanir

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 31. mars 2017 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Tveir þingmenn ólíkra flokka kvöddu sér nýlega hljóðs á Alþingi og gerðu hroka og hótanir forsvarsmanna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að umtalsefni. Þetta voru þeir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það er rétt hjá þeim að hafa vakið athygli á framgöngu forsvarsmanna sjávarútvegsins, sem er svo skammarleg að rík ástæða er til að ræða hana í sölum Alþingis.

Af yfirlæti sem kom ekki á óvart tilkynntu talsmenn stórfyrirtækisins HB Granda að þeir ætluðu að hætta bolfiskvinnslu á Akranesi en sú gjörð verður til þessir að fjöldi manns missir atvinnu sína. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, sagði á sama tíma að það kæmi til greina að flytja fiskvinnslu úr landi vegna þess að gengi krónunnar væri of hátt. Gengi sjálfstæðs gjaldmiðils á samkvæmt því að vera háð vilja útgerðarinnar. Sami framkvæmdastjóri talar svo vitanlega fyrir lækkun veiðigjalda.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Einhverjir myndu kannski halda að fulltrúar fyrirtækja í sjávarútvegi, sem var veittur afnotaréttur á helstu auðlind þjóðarinnar, myndu sjá sóma sinn í því að sýna hófstillingu og skynsemi í málflutningi sínum – en svo er ekki. Á þessum bæjum er ekki talað eins og hagsmunir fólksins ráði mestu heldur er einblínt á gróða og völd. Ekki furða þótt margir hugsi með sér að ef menn kunni ekki að fara með það sem þeim er gefið eða falið til ráðstöfunar þá sé kannski rétt að taka það af þeim.

Ekki kom á óvart þegar einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Teitur Björn Einarsson, steig fram og boðaði sömu lausn og ýmsir fulltrúar sjávarútvegsins, semsagt þá að veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtæki yrðu lækkuð. Meðan sjávarútvegur í landinu skilar svo miklum hagnaði að eigendur útgerða geta greitt sér milljarða í arð telur þingmaður að rík ástæða sé til þess að liðka enn meir fyrir atvinnuveginum. Sennilega á hann sér einhverja skoðanabræður á þingi, en vonandi ekki mjög marga.

Sjávarútvegsráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, virðist ætla að standa í lappirnar. Hún segir að gengi krónunnar verði ekki fellt og veiðigjöld ekki lækkuð. Nú er alkunna að stjórnmálamenn segja eitt í dag og annað á morgun, en vonandi lætur ráðherrann útgerðarauðvaldið ekki beygja sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?