fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
FréttirLeiðari

Mannréttindi fyrir alla

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 5. ágúst 2016 08:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við allan þann fjölda sem tekur þátt í hátíðarhöldum Hinsegin daga, þar af eru tugþúsundir sem ganga í Gleðigöngunni, má ætla að Íslendingar séu upp til hópa víðsýnt fólk sem hafi mannréttindi í heiðri og telji sjálfsagt að hver einstaklingur hafi rétt til að fá að vera hann sjálfur og njóta sín á eigin forsendum. Við hljótum að vilja lifa í slíku samfélagi og telja það eftirsóknarvert. Um leið er vert að hafa í huga að mannréttindabaráttu lýkur aldrei. Þar þarf stöðugt að standa vaktina. Þorvaldur Kristinsson, fyrrverandi forseti Hinsegin daga, sagði nýlega í viðtali að hann hefði ekki þá trú að mannréttindi og mannvirðing væru nokkurn tíma að fullu komin í höfn. Samkynhneigðir gætu orðið blórabögglar hvenær sem er. Höfum þessi orð hans í huga.

Að þessu sinni eru Hinsegin dagar notaðir til að rifja upp sögu samkynhneigðra sem hafa sannarlega þurft að berjast fyrir tilverurétti sínum. Barátta þeirra gegn fordómum hefur verið löng og ströng og andstaðan hefur tekið á sig hinar furðulegustu myndir, eins og rifjað hefur verið upp síðustu daga. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði nýlega eina slíka sögu. Upp úr 1980 var Samtökunum 78 bannað að nota orðin lesbía og hommi í auglýsingu í Ríkisútvarpinu. Orðin voru á bannlista þáverandi útvarpsstjóra. Það var skörungurinn Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri útvarpsins, sem neitaði að fylgja þessum tilmælum. Þetta frumkvæði hennar minnir okkur á að hver og einn einstaklingur getur tekið sér það vald að standa upp og mótmæla misrétti. Um leið er sá hinn sami orðinn voldugur liðsmaður í baráttunni gegn fordómum.

Eitt fyrsta verk nýs forseta, Guðna Th. Jóhannessonar, var a0ð halda ávarp á Arnarhóli eftir gleðigönguna, fyrstur forseta landsins og regnbogafánanum var flaggað við Sóleyjargötu við skrifstofu forsetaembættisins. Það er ástæða til að hrópa húrra fyrir forsetanum. Hann virðist ætla að vera forseti sem talar hátt og snjallt um mikilvægi mannréttinda en lætur um leið ekki bara orðin nægja heldur lætur verkin sömuleiðis tala. Þetta eiga ráðamenn að gera. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur ætíð verið einarður í stuðningi sínum við baráttu samkynhneigðra, eins og fyrrverandi borgarstjóri, Jón Gnarr.

Í DV í dag er viðtal við Önnu Kristjánsdóttur sem um árabil hefur vakið athygli á réttindum transfólks og þurft að þola misjöfn viðbrögð. Hún segir: „Mér sýnist við orðin samþykk almennt séð í okkar þjóðfélagi, en það kostaði mörg ár og mikla baráttu.“

Árangur hefur sannarlega náðst í baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks en við verðum að gera enn betur. Á baráttufundi í Iðnó kom fram að öll önnur Norðurlönd standa framar en Ísland þegar kemur að réttindum samkynhneigðra og mjög skortir á full réttindi transfólks. Þessu þarf að breyta og það er örugglega ríkur vilji til þess meðal þjóðarinnar. Allir þegnar landsins eiga að njóta mannréttinda, ekki bara sumir.

Gleðilega hátíð!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað

Manndráp í Kiðjabergi – Mennirnir voru að byggja sumarbústað
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum

Siggi hakkari fluttur til Danmerkur og veitti Ekstrabladet viðtal – Mikið gert úr njósnum en lítið úr kynferðisbrotunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt