fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FréttirLeiðari

Ónýtt vörumerki

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 18. maí 2016 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandi Samfylkingarinnar virðist svo margslunginn og erfiður að einn frambjóðenda til formanns flokksins hefur sagt að fyrsta verk sitt, nái hann kjöri, verði að leggja flokkinn niður. Kannski ættu þessar fréttir ekki að koma á óvart, svona miðað við það að innan flokksins hafa menn síðustu mánuði stundað bræðravíg af kappi og verið iðnir við að losa sig við það litla fylgi sem þó var eftir. Í þessari nýjustu hugmynd frambjóðandans fullkomnast sjálfseyðingarhvöt Samfylkingarinnar á eftirminnilegan hátt.

Formannsframbjóðandinn Magnús Orri Schram, sem lagði til þessa róttæku tillögu um að leysa upp eigin flokk, er ekki hugmyndasnauður maður. Hann segir að hefja þurfi umræður við aðra flokka og ræða við fólk utan flokka um stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar. Hann virðist telja að leifarnar af Samfylkingunni eigi að vera þar í forsvari.

Ekki er fyllilega ljóst hvaða umboð formannsframbjóðandinn telur Samfylkinguna hafa til að leiða umræður um stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun hefur Samfylkingin ekki umboð nema um 8–9 prósent kjósenda og hinn litli systurflokkur, Björt framtíð, hefur um 4 prósent fylgi. Samanlagt fylgi þessara flokka myndar ekki breiðfylkingu. Hvað kemur formannsframbjóðandanum til að halda að leifarnar af Samfylkingunni hafi svo mikinn kjörþokka að kjósendur muni streyma til nýs flokks þar sem hún er í forsvari?

Þjóðin hefur ekki verið að hlaupa fagnandi í faðm Samfylkingarinnar, heldur miklu fremur hörfað undan henni. Enda er ekki mikil reisn yfir flokki þar sem bræðravíg eru daglegt brauð, ásakanir ganga á víxl og enginn í þingflokknum getur treyst næsta manni. Á hvaða vinnustað sem er teldist þetta óbærilegt ástand. Í huga kjósenda hefur Samfylkingin glatað trúverðugleika. Samt er talað í fullri alvöru og af gorgeir um myndun nýs flokks þar sem Samfylkingin væri í lykilhlutverki. Ekki er þetta söluvænleg hugmynd. Samfylkingin er einfaldlega lítt til forystu fallin. Það hefur dugað ýmsum til árangurs að skipta um kennitölu en í þessu tiltekna dæmi er óhætt að slá því föstu að slíkt muni ekki duga. Samfylkingin er orðin að ónýtu vörumerki.

Samfylkingin á um þrjá kosti að velja. Hún getur látið eins og ekkert sé og haldið áfram að starfa sem nánast fylgislaus flokkur. Hún getur líka lagt sig niður, en draumurinn um að hún verði leiðandi afl í nýjum öflugum flokki er tálsýn ein. Svo er þriðji kosturinn, sem er sá að endurnýja þingflokkinn og hætta um leið þeim bræðravígum sem nú eru daglegt brauð. Ekki myndi svo saka ef Samfylkingin ómakaði sig með því að koma sér upp trúverðugri pólitískri stefnu. Um leið væri ekki alveg vonlaust að flokkurinn gæti endurheimt traust kjósenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Í gær

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Í gær

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk