fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
FréttirLeiðari

Nýja Ísland er að verða til

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja Ísland er að verða til. Það er kvalafullt og það mun taka tíma en Nýja Ísland er við sjóndeildarhringinn. Það kemur úr átt sem enginn átti von á. Þau eldsumbrot sem Nýja Ísland rís úr eiga uppruna sinn í fjarska. Á eldfjallaeyjunni Tortola. Bitra öskuna leggur um vit landsmanna og glóandi hraunmolar hitta mann og annan.

Krafan á Nýja Íslandi er tvíþætt. Aukið gegnsæi og meiri jöfnuður. Þetta eru hógværar kröfur. Með valdi sínu í vetrarbyrjun mun almenningur kjósa sér stjórnmálamenn sem þurfa með skynsemi og af sanngirni að bregðast við þessum kröfum.

Þegar við hugum að mótun Nýja Íslands væri óskandi að okkur tækist að gera það í einhvers konar sátt. Við þurfum að losna við heiftina. Því miður munum við sem þjóð ekkert læra af Panama og Tortola. Börnin okkar munu hiklaust gæla við hugmyndir um aflandsfélög verði slíkt í boði. Manneskjunni er græðgi í blóð borin. Í mannkynssögunni er slóð græðgi eins og rauður þráður ofinn milli kynslóða.

Það væri óskandi að nýju valdhafarnir sem senn taka við gleymi sér ekki í að gera upp við fortíðina. Framtíðin er svo miklu áhugaverðara og mikilvægara verkefni, í það minnsta fyrir allan almenning. Komi hins vegar upp sú ótrúlega staða að meiri áhugi verði á fortíðinni og að grafa upp möguleg brot og siðleysi fyrrverandi stjórnvalda er hætt við að framtíðin renni hjá og tækifærin gufi upp. Þeir sem stöðugt horfa sér um öxl fá hálsríg þegar upp er staðið.

Nýju valdhafarnir þurfa ekki að bíða nema nokkra mánuði eftir því að Nýja Ísland verði numið. Gott væri að nota þann tíma til að opinbera með hvaða hætti meiri jöfnuði verði náð og gegnsæi tryggt. Þar sem ljóst er að stjórnarskránni þarf að breyta verulega er líka áhugavert að sjá með hvaða hætti það á að gerast og hversu hratt.
Það verður ekki auðvelt að auka jöfnuð eða gegnsæi. Enda af hverju ætti það að vera auðvelt? Við erum að tala um að breyta þjóðfélagsgerðinni okkar og það er stórt verkefni. En reynum og sjáum hvert við komumst.
Bara í lokin, smá skilaboð til forsvarsmanna Nýja Íslands: Vandið ykkur og hugsið vel um okkur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala