fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
FréttirLeiðari

Gæti orðið slagur aldarinnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. apríl 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er Ólafur Ragnar náttúrulögmál? Margir virðast halda það og hreinlega gengu af göflunum þegar hann hætti við að hætta við og setjast í helgan stein. Sérlega gætti vanstillingar í netheimum. Það þurfti ekki að koma á óvart því þar ríkir jafnan heimsendaástand við minnsta tilefni.

Ólafur lítur á sig sem pabba þjóðarinnar. Margir líta hann sem landsföður. En Ólafur er ekki alveg sáttur við þjóð sína. Finnst hún vera í nokkru rugli. Óttast að hún fari út af sporinu og geri einhverja vitleysu. Hann er svolítið eins og pabbinn sem er búinn að leyfa krökkunum að halda partí en hann ætlar að vera á staðnum og passa upp á að ekkert verði brotið af fína leirtauinu.

Ólafur er með mikið forskot á hina tólf frambjóðendurna sem enn standa uppréttir. Samkvæmt öllu á hann sigurinn vísan. Þó er það svo að úti við sjóndeildarhringinn er kappi sem er óskrifað blað. Hann gæti jafnvel lagt Ólaf ef aðstæður væru réttar. Þetta er Guðni Th. Jóhannesson sem margir orða sterklega við framboð til forseta. Guðni segir sjálfur í DV í dag að hann hafi ekki útilokað að bjóða sig fram. Það má líka lesa úr orðum hans að hann ætlaði fram, allt þar til Ólafur tilkynnti um sinnaskipti sín.

Fari Guðni fram þá verða Andri Snær og Halla Tómasdóttir bestu bandamenn Ólafs. Þau tvö munu án efa fá nokkurt fylgi en það fylgi hefði trauðla ratað til Ólafs Ragnars. Staðan er sumsé þessi; Guðni Th. er sennilega besta von þeirra sem vilja fella Ólaf. Til þess að það geti gerst þurfa hinir frambjóðendurnir að draga sig í hlé. Það þarf að bjóða upp á tvo turna í kosningunum. Það er ekki líklegt að það gerist. Það gæti hins vegar orðið slagur aldarinnar.

Það þarf ótrúlega margt að gerast svo að Ólafur hrökklist frá Bessastöðum. Það er hins vegar ekki útilokað. Breiðfylkingin sem óttast breytingar á Íslandi stendur staðföst að baki gamla forsetanum. Hinir kjósa Andra Snæ, Guðna Th. (ef hann kemur fram) og Höllu og mögulega einhverja fleiri.

Niðurstaðan: Ólafur Ragnar 53%, Guðni Th. 27%, Andri Snær 14% og Halla 6%. Ef þeir verða tveir í framboði: Guðni Th. 52% – Ólafur Ragnar 48%. Ískalt mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”