fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
FréttirLeiðari

Heitar varir og blaut tuska

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við tókum á móti flóttamönnum frá Sýrlandi í vikunni. Á meðan Sigmundur Davíð og Eygló Harðardóttir kysstu þá alla og bugtuðu sig og beygðu, voru aðrir flóttamenn að fá öðruvísi kveðjur frá íslenskum stjórnvöldum. Þó er full ástæða til að óska hælisleitendunum frá Sýrlandi til hamingju með nýja landið sitt og um leið að bjóða þá velkomna.

En á sama tíma og beinar útsendingar voru frá kossaflensi Sigmundar í Keflavík fékk albanska Dega-fjölskyldan blauta tusku í andlitið. Burt með ykkur! voru skilaboðin.

Þessi albanska fjölskylda telur fimm manns; hjón sem bæði eru vel menntuð, 21 árs son þeirra og 18 ára gamla dóttur sem fékk inni í Flensborgarskóla á miðri önn en tók lokaprófin og fékk frábærar einkunnir og síðast en ekki síst 10 ára dreng sem kann vel við sig í Lækjarskóla. Móðirin er komin með vinnu og talar orðið fína íslensku. Er þetta ekki akkúrat það sem við ætlumst til af nýjum landnemum hér? Að þeir aðlagist okkar samfélagi og auðgi?

Það er einhver ömurleg írónía í að opna faðminn fyrir einni fjölskyldu í beinni sjónvarpsútsendingu og vísa svo annarri á brott, og það sama kvöldið.

Ríkisstjórnin með innanríkisráðherra í broddi fylkingar verður að gyrða sig í brók og setja hér reglur um móttöku flóttamanna. Það er ekki boðlegt að fólk dvelji hér mánuðum saman, aðlagist samfélaginu og ali með sér von um betra líf en sé síðan kastað út á Guð og gaddinn. Norðmenn hafa 48 stunda-regluna hvað hælisleitendur áhrærir. Hvað ætlar Ólöf Nordal að gera í málinu? Klukkan tifar. Á meðan beðið er svars við þeirri spurningu fjölgar hælisleitendum á Íslandi, eins og komið hefur fram í DV.

Hér með er sett fram sú krafa að Sigmundur Davíð kyssi albönsku fjölskylduna bless í Leifsstöð og jafnframt að RÚV sendi beint út frá þeirri ömurlegu kveðjustund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk