• Alþingispróf DV

  Velkomin/n í kosingapróf DV. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að velja í hvaða kjördæmi þú ert. Það þarf til að hægt sé að reikna út hvaða þingmaður í kjördæminu þínu á best við þig. Þegar þú hefur svarað ýtirðu á hnappinn „Næsta spurning“ til að fá næstu spurningu. Þú verðu að merkja við einhvern svarmöguleika í öllum spurningunum til að geta fengið niðurstöðu. Þú getur merkt spurningar sem mikilvægar til að auka vægi þeirra. Ef þú vilt ekki gefa upp afstöðu þína velurðu „vil ekki svara“.

  Hvert er þitt kjördæmi?

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Frekari stóriðjuframkvæmdir eru íslensku samfélagi til framdráttar?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að álver rísi í Helguvík á Reykjanesi?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að auka kröfur til framleiðslufyrirtækja um mengunarvarnir á þeirra kostnað?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) hugmyndum um að þrjár virkjanir rísi í neðri hluta Þjórsár?

  Verkefnisstjórn um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða lagði til að reistar verði þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Virkjanakostnirnir voru hinsvegar færðir í biðflokk áður en rammaáætlunin var samþykkt á Alþingi.

  Svarmöguleikar

 • Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til aðildarviðræðna við Evrópusambandið best?

  Svarmöguleikar

 • Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu best?

  Svarmöguleikar

 • Hvaða gjaldmiðil á Ísland að nota til framtíðar?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að Ísland verði áfram aðili að NATÓ (Atlantshafsbandalaginu)?

  NATO er hernaðarbandalag vestrænna ríkja sem Ísland hefur átt aðild að frá stofnun þess, 1949.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Íslendingar ættu að veita fleiri pólitískum flóttamönnum hæli.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Viðhalda á núverandi tollum á innfluttar landbúnaðarvörur

  Bændasamtök Íslands og ýmsir stjórnmálamenn krefjast þess að áfram verði heimilt að leggja tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir þrátt fyrir að Ísland gangi í ESB. Slíkir tollar vernda íslenska framleiðendur en stuðla að hærra matvöruverði.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að með rýmri reglum verði erlendum ríkisborgurum gert auðveldara að setjast að á Íslandi?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ertu því að útlendingar geti keypt jarðir á Íslandi?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að gera íslenskukunnáttu að skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar?

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Innflytjendur af fyrstu kynslóð geta aldrei aðlagast íslensku samfélagi fullkomlega.

  Svarmöguleikar

 • Íslenska ríkið niðurgreiðir sauðfjárframleiðslu um 4,7 milljarða króna árlega. Hver af eftirtöldum valmöguleikum lýsir afstöðu þinni til styrkjanna best?

  Styrkir til sauðfjárbænda nema, samkvæmt fjárlögum 2013, 4,7 milljörðum króna.

  Svarmöguleikar

 • Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til tekjuskatts á Íslandi?

  Skattprósenta á Íslandi er 37,32% af tekjum 0 - 241.475 krónum á mánuði, 40,22% af tekjum 241.476 - 739.509 krónum á mánuði og 46,22% af tekjum yfir 739.509 krónum á mánuði.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að ríkisreknir háskólar innheimti skólagjöld?

  Innritunargjöld í Háskóla Íslands nema í dag 60.000 kr. á ári. Ríkið leggur skólanum til u.þ.b. 10 milljarða á ári.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Það á að leggja hærri tekjuskatt en þegar er gert á þá sem hafa hæstu launin.

  Svarmöguleikar

 • Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til skattlagningar á eldsneyti best?

  Íslenska ríkið leggur u.þ.b. 122 krónur á hvern lítra af eldsneyti.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að ríkissjóður greiði listamannalaun?

  Íslenska ríkið greiðir laun nokkur hundruð listamanna í ár. Kostnaðurinn af því er um 506 milljónir króna á þessu ári - samkvæmt fjárlögum.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Eðlilegt er að nota hluta af skattfé ríkissjóðs til að koma í veg fyrir fólksfækkun á landsbyggðinni.

  Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin fær 365,5 milljónir króna samkvæmt fjárlögum 2013.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að áfengi verði selt í matvöruverslunum?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt/ur eða andvíg/ur ertu því að ríkið haldi úti útvarpi og sjónvarpi með skattfé?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að svokallað lyklafrumvarp verði lögleitt?

  Svokallað lyklafrumvarp gerir lántakendum kleift að skila fasteignum til veðhafa án þess að lánveitandi geti gengið frekar að þeim fjárhagslega.

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að fjárfestingabankar og viðskiptabankar verði aðskildir með lögum?

  Rætt hefur verið um að aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingabanka þannig að þeir fyrrnefndu megi hvorki kaupa og selja eignarhluta í öðrum fyrirtækjum, né eiga og reka fjárfestingarsjóði.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Eðlilegt er að ríkissjóður styðji við listir og menningu sem ekki standa undir sér fjárhagslega.

  Fjölmörg söfn og menningarstofnanir á borð við Þjóðleikhúsið, Íslenska dansflokkinn og Sinfóníuhljómsveit Íslands eru rekin á fjárlögum.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Afnema á verðtryggingu á neytendalánum í íslenskum krónum.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Raunhæft er að ráðast í almennar niðurfærslur á skuldum einstaklinga.

  Svarmöguleikar

 • Grunnframfærsla hjá LÍN er 140.600 kr. á mánuði. Hver eftirtalinna valmöguleika lýsir afstöðu þinni til framfærslunnar best?

  Framfærsla námsmanns í leigu- eða eigin húsnæði kallast grunnframfærsla. Námsmaður í foreldrahúsnæði eða leigulausu húsnæði fær 50% af grunnframfærslu. Hafi námsmaður barn/börn á framfæri undir 19 ára aldri er tekið tillit til þess.

  Svarmöguleikar

 • Hver af eftirtöldum valmöguleikum lýsir afstöðu þinni til upphæðar örorkubóta best?

  Lágmarkslífeyrir einstæðs foreldris með eitt barn var 203.005 krónur á síðasta ári, svo dæmi sé tekið.

  Svarmöguleikar

 • Hver af eftirtöldum valmöguleikum lýsir afstöðu þinni til upphæðar atvinnuleysisbóta best?

  Grunnatvinnuleysisbætur eru 172.609 kr. á mánuði (miðað við 100% bótarétt).

  Svarmöguleikar

 • Hvað af eftirfarandi lýsir afstöðu þinni til dóma sem felldir hafa verið í kynferðisbrotamálum á undanförnum árum?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að listi yfir nöfn og heimilisföng dæmdra barnaníðinga verði gerður aðgengilegur almenningi?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) lögleiðingu kannabisefna?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) banni á sölu tóbaks á Íslandi?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú núgildandi kvótakerfi?

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi skilgreiningu á þjóðareign auðlinda: Til þjóðareignar teljast nytjastofnar og aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu utan netlaga, vatn og önnur þau náttúrugæði sem ekki eru háð einkaeignarrétti, svo sem vatnsafl, jarðhiti og jarðefni í þjóðlendum.

  Þetta er sú skilgreining á auðlind sem finna má í stjórnarskrárfrumvarpinu sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd afgreiddi á kjörtímabilinu á grunni tillagna stjórnlagaráðs. Deilt hefur verið um skilgreiningu á hugtakinu.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Nýtingarréttur á auðlindum verður að vera til langs tíma til að tryggja rekstraröryggi þeirra fyrirtækja sem nýta þær.

  Í frumvarpi að nýrri stjórnarskrá sem lagt var fram á kjörtímabilinu var kveðið á um að auðlindir sem ekki eru þegar í einkaeign skuli vera í ævarandi eign þjóðarinnar. Kvótaeigendur og handhafar nýtingarréttar á auðlindum vilja að samningstími um nýtingarréttinn verði sem lengstur svo hægt sé að tryggja rekstraröryggi.

  Svarmöguleikar

 • Til hve langs tíma á að hámarki að semja um nýtingarrétt á jarðvarma?

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að strandveiðar megi stunda án aflaheimilda?

  Samkvæmt slíkum hugmyndum þurfa þeir sem stunda strandveiðar ekki að eiga aflaheimildir.

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að Alþingi líti á niðurstöður stjórnlagaráðs sem bindandi?

  Frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnarskrár er aðeins ráðgefandi en Alþingi fékk frumvarpið til meðferðar á kjörtímabilinu.

  Svarmöguleikar

 • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) persónukjöri?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að landið verði eitt kjördæmi?

  Samkvæmt núgildandi kjördæmaskipan er landinu skipt í sex kjördæmi. Frambjóðendur bjóða sig fram í tilteknu kjördæmi. Þetta hefur í för með sér að vægi atkvæði á milli kjördæma er ójafnt.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að réttur almennings til upplýsinga sem varða almannahag verði tryggður í stjórnarskrá?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að ráðherrar sitji á Alþingi?

  Samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi eru ráðherrar einnig þingmenn. Breytingar hefðu í för með sér skýrari aðskilnað á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Fólk á að geta borgað sérstaklega fyrir aðgang að betri heilbrigðisþjónustu.

  Svarmöguleikar

 • Hversu mikilvægt telur þú að þjónusta sálfræðinga sé inni í sjúkratryggingakerfinu?

  Í dag er þjónusta sálfræðinga ekki inni í sjúkratryggingakerfinu öfugt við þjónustu t.d. lækna.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að tannlækningar verði hluti af sjúkratryggingakerfinu?

  Í dag er þjónusta tannlækna ekki inni í sjúkratryggingakerfinu öfugt við þjónustu t.d. lækna.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að ríkið feli einkaaðilum rekstur heilbrigðisstofnana í hagnaðarskyni?

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Íslendingar búa við jafnrétti þar sem konur og karlar búa við jafna stöðu og tækifæri.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að heimila staðgöngumæðrun á Íslandi?

  Staðgöngumóðir fer í glasafrjóvgun þar sem notaðir eru fósturvísar sem eru líffræðilega ekki hennar eigin. Egg og sæði eru frá framtíðar foreldrum barnsins og er það algengasta tegund staðgöngumæðrunar. (stadganga.is)

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að heimilt sé að selja vændi á Íslandi?

  Samkvæmt lögum er bannað að kaupa vændi á Íslandi en heimilt að selja það, svo lengi sem þriðji aðili hagnist ekki á viðskiptunum. Þannig liggur refsiábyrgð vændisins hjá kaupandanum.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Hjálparstarf í öðrum löndum ætti frekar að fjármagna með skattfé en söfnunarfé.

  Svarmöguleikar

 • Hver af eftirtöldum valmöguleikum lýsir afstöðu þinni til Reykjavíkurflugvallar best?

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að vegtollar verði lagðir á stofnbrautir til að fjármagna vegaframkvæmdir?

  Rætt hefur verið um að breyta tekjuöflun í samgöngumálum þannig að notendagjöld komi að einhverju leyti í stað bensín- og olíugjalda. Notendagjöldin yrðu innheimt með tollhliðum á stofnbrautum, til dæmis umhverfis höfuðborgarsvæðið.

  Svarmöguleikar

 • Hversu mikilvægt telur þú að Vaðlaheiðargöng verði byggð?

  Vaðlaheiðargöng eiga að bæta samgöngur milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, en Víkurskarð er gjarnan farartálmi á veturna. Áætlaður kostnaður er rúmir 10 milljarðar króna.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Réttlætanlegt er að gera tilraunir á dýrum ef það er í þágu framfara í læknavísindum.

  Svarmöguleikar

 • Hvort telur þú mikilvægara eða hafa hemil á verðbólgu eða atvinnuleysi?

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Því frjálsari sem markaðurinn er því frjálsara er fólk.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Kaupsýslumenn og framleiðendur eru mikilvægari samfélaginu en rithöfundar og listamenn.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Enginn ræður því hvar hann fæðist svo það er kjánalegt að vera stoltur af föðurlandinu.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Þegar upp er staðið skiptist fólk frekar eftir stétt en þjóðerni.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Góðir foreldrar þurfa stundum að flengja börnin sín.

  Svarmöguleikar

 • Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að á Íslandi sé þjóðkirkja?

  Samkvæmt stjórnarskrá er hin evangelíska-lútherska þjóðkirkja á Íslandi. Samkvæmt fjárlögum nema fjárframlög ríkisins 1,4 milljörðum króna á þessu ári.

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu: Það er mikilvægt að trúarbragðafræði sé kennd í grunnskólum?

  Svarmöguleikar

 • Hversu sammála eða ósammála ertu eftirfarandi fullyrðingu: Bænahald á ekki að vera leyft í starfi leik- og grunnskóla.

  Svarmöguleikar