fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

44 dagar í helvíti, mál Junko Furuta vekur enn óhug í Japan

Pynduð og myrt af handahófi – Foreldrar gerðu ekkert

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 8. september 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. nóvember árið 1988 hvarf japanskur framhaldsskólanemi að nafni Junko Furuta, þremur dögum eftir 17. afmælisdaginn sinn. Hún var á leið heim úr Yashio-Minami skólanum í Saitama, nálægt Tokyo, þegar fjórir ungir drengir rændu henni. Í kjölfarið tók við atburðarrás sem vekur íbúa Japans enn þá óhug.

Valin af handahófi

Drengirnir keyrðu með Furuta til höfuðborgarinnar Tokyo, á heimili foreldra eins þeirra, Jo Kamisaku. Hinir voru Miyano Hiroshi, Minato Nobuharu og Watanabe Yashushi. Allir á svipuðum aldri og Furuta sem þó þekkti engan þeirra og hafði enga tengingu við þá. Hún var því valin af algjöru handahófi.

Til þess að tefja leit af Furuta neyddu þeir hana til þess að hringja í foreldra sína og segja þeim að hún hefði strokið að heiman. En jafn framt að hún væri með vini sínum og því ekki í neinni hættu. Þegar foreldrar Kamisaku spurðu drengina hver stúlkan væri þá svöruðu þeir því að hún væri kærasta eins þeirra. Furuta þorði ekki annað en að þykjast vera það.

Þeir héldu henni á heimili Kamisaku í einn og hálfan mánuð og á þessum tíma mátti hún þola helvíti á jörðu af hendi þeirra sjálfra og annarra vina þeirra sem þeir buðu að taka þátt.

Grátbað um að fá að deyja

Furuta var haldið í húsinu og nauðgað frá fyrsta degi. Talið er að henni hafi verið nauðgað oftar en 400 sinnum. Hún var neydd til að afklæðast fyrir framan þá og til að fróa sér. Þá voru ýmsir hlutir settir inn í leggöng hennar og endaþarm, svo sem flöskur og ljósaperur.

Drengirnir brenndu hana með sígarettum og sprengdu kínverja í eyrum hennar. Hún fékk lítið sem ekkert að borða nema skordýr. Nokkrum sinnum neyddu þeir hana til þess að drekka hland.

Foreldrar Kamisaku áttuðu sig snemma á því hvað væri í gangi en ákváðu að skipta sér ekki af. Furuta leitaði oft til þeirra en þau sögðust hræðast son sinn of mikið.

Á aldrinum 16-18 ára
Fjórmenningarnir Á aldrinum 16-18 ára

Eftir tíu daga vítisvist hófust enn alvarlegri líkamsárásir. Hendur hennar voru bundnar við loftið og hún lamin uns blóð rann úr munni hennar. Einu sinni lögðu þeir hana á gólfið og stukku ofan á höfuð hennar. Þeir börðu hana og pynduðu með öllum verkfærum sem þeir komust yfir. Þeir skáru af henni aðra geirvörtuna og fleiri líkamsparta.

Þegar hún reyndi að flýja brenndu þeir hana með sígarettum og þegar það byrjaði að snjóa var hún látin sofa á svölunum. Á einum tímapunkti grátbað hún mennina um að drepa sig en þeir neituðu því. Upptalningin hér á því sem Furuta þurfti að ganga í gegnum er langt frá því að vera tæmandi.

Um jólin var hún svo máttfarin að það tók hana meira en klukkustund að skríða á klósettið. Um áramótin 1989 gat hún ekki lengur hreyft sig. 4. janúar lauk vítisvist hennar á heimili Jo Kamisaku. Þeir helltu kveikjaraolíu yfir hana alla og settu eld að.

Vægir dómar

Daginn eftir morðið á Furuta ákváðu drengirnir fjórir að losa sig við lík hennar. Þeir settu það í stóra olíutunnu og fylltu upp í með steypu. Þeir skyldu þessa tunnu eftir í landfyllingu í Koto-hverfi borgarinnar.

Drengirnir fjórir náðust strax og við yfirheyrslur lýstu þeir því sem þeir höfðu gert. Þeir sögðu einnig að um 100 manns hafi vitað að Furuta værið haldið fanginni í húsinu og fjölmargir hafi komið að pyndingunum og nauðgununum. Gögn málsins og lífsýni á staðnum staðfestu þennan framburð fjórmenninganna. Enginn kom Furuta þó til hjálpar eða lét yfirvöld vita.

Þeir voru allir ákærðir fyrir morðið en þrír af þeim höfðu ekki náð lögaldri. Sökum alvarleika málsins var þó réttað yfir þeim líkt og um fullorðna einstaklinga væri að ræða. Kamisaku, sem var talinn bera mesta ábyrgð, hlaut 17 ára fangelsisdóm í héraði en hinir fengu á bilinu þriggja til tíu ára dóma. Kamisaku og tveir aðrir áfrýjuðu dómunum en hæstiréttur þyngdi þá dómana um tvö til þrjú ár vegna áhrifa málsins á fjölskyldu Furuta og japanskt samfélag í heild.

Kamisaku afplánaði átta ár í unglingafangelsi og var látin laus árið 1999. Fimm árum síðar hlaut hann sjö ára dóm fyrir líkamsárás á félaga sínum. Hann gengur nú laus. Allir hinir gerendurnir hafa breytt um nöfn og óvíst er um afdrif þeirra.

Manga og kvikmyndir

Málið skók japanskt samfélag á tíunda áratugnum og fólk minnist þess enn þá með óhug. Skrifaðar hafa verið bækur og manga teiknimyndasögur byggðar á málinu. Þá hafa verið framleiddar að minnsta kosti þrjár kvikmyndir sem fjalla annað hvort beint eða óbeint um málið. Sú nýjasta, Junko, frá árinu 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur

Nýtti sér úrslit vikunnar og skaut fast á gagnrýnendur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum
Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“

Dóttir manns sem var ranglega sakaður um að hafa brotið gegn henni vill vita sannleikann – „Faðir minn jafnaði sig aldrei á þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“

Var „í sjokki“ eftir að hann kom til landsins í desember – „Fyrsta skrefið í því að hugsa um Ísland sem möguleika“
EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja

Skilningarvitin hætta að starfa í ákveðinni röð þegar fólk er að deyja
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð