fbpx

Sá dreka í Rangárvallasýslu

Maðurinn varð að snúa við eftir að hesturinn fældist

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. febrúar 2018 20:30

Í annálum bregður fyrir frásögnum af kynjaskepnum og atburðum sem kunna að virðast ótrúlegir sé litið á þá með augum nútímans. Í Skarðsárannál segir stuttlega frá rimmu manns við dreka árið 1595:

„Einn maður sá svofellda sýn. Hann reið frá Odda í suður. Hann sá fljúga dreka í lofti neðarlega, álíka sem lindormur er uppkastaður. Var allt í rauðum loga, fór vestan og þráðbeint austur. Varð maðurinn aftur að snúa, því hesturinn vildi hvergi ganga, en hvorki sakaði manninn né hestinn.“

Á sama stað er lýst ferfættu og hábeinóttu skrímsli sem sást við Háeyri á Eyrarbakka. „Með hundshöfuð eða hérahöfuð, eyru stór sem íleppar, lágu þau á hrygginn aftur, bolurinn var sem folaldskroppur.“

Fyrirboði eldgoss eða samansafn óútskýrðra fyrirbæra

Arngrímur Vídalín, íslenskufræðingur og einn helsti fræðimaður um íslensk skrímsl, segir að yfirleitt sé enga góða skýringu að finna af slíkum frásögnum. Aðallega vegna þess að formið sé knappt og óljóst hvað átt sé við í mörgum tilvikum. Hann bendir þó á að í eldri færslum sé oft um afritun úr erlendum ritum að ræða. „Íslendingar voru að sjá blóðregn, þrjá mána með krossi á þeim í miðjunni, halastjörnur og ég veit ekki hvað og hvað.“ Gat þetta þá táknað einhverja hluti úr Biblíunni svo sem krossfestinguna eða dómsdag.

Færslur gátu einnig staðið sem táknmyndir fyrir einhverja atburði. Færsla um logandi dreka gæti átt að tákna eldgos eða stórbruna sem skráður var síðar. Á 16. öld hafði fólk mikinn áhuga á furðuskepnum og sumir töldu sig hafa séð slíkar verur. Þetta gæti því verið sjálfstæð frásögn fremur en fyrirboði. „Fyrst skrímslið hitt dúkkar upp líka þá virkar þetta á mig eins og samansafn óútskýrðra fyrirbæra sem sögusagnir hafa verið um í héraðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

433
Fyrir 10 klukkutímum

Allegri tjáir sig um rauða spjald Ronaldo – ,,VAR hefði hjálpað til“

Allegri tjáir sig um rauða spjald Ronaldo – ,,VAR hefði hjálpað til“
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Helga Jónsdóttir leysir Bjarna af sem forstjóri OR

Helga Jónsdóttir leysir Bjarna af sem forstjóri OR
433
Fyrir 10 klukkutímum

Blikar tryggðu sér Evrópusæti – Gunnleifur fékk rautt

Blikar tryggðu sér Evrópusæti – Gunnleifur fékk rautt
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vinsælir ferðabloggarar kanna verðlag og smakka íslenskan mat – Sjáðu myndbandið

Vinsælir ferðabloggarar kanna verðlag og smakka íslenskan mat – Sjáðu myndbandið
433
Fyrir 11 klukkutímum

Rúnar Páll: Valur þarf að misstíga sig svakalega

Rúnar Páll: Valur þarf að misstíga sig svakalega
433
Fyrir 11 klukkutímum

Túfa: Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er atvinnumaður út í gegn

Túfa: Allir þeir sem þekkja mig vita að ég er atvinnumaður út í gegn
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Drengirnir eru fundnir
433
Fyrir 11 klukkutímum

Stjarnan og KA skildu jöfn

Stjarnan og KA skildu jöfn
433
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo gæti misst af báðum leikjunum gegn Manchester United

Ronaldo gæti misst af báðum leikjunum gegn Manchester United