fbpx
Fimmtudagur 24.janúar 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fáðu DV í áskrift

Þú getur valið prentáskrift eða vefáskrift

Sjá nánar eða Lesa blaðið

Í fyrstu utanlandsferðinni 83 ára, leist vel á vændiskonur en verr á flóttafólk

„Uppljómuð kvennabúr“ í Antwerpen og „mórauðir labbakútar“ í Hamborg

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. febrúar 2018 22:00

Skaftfellingurinn Stefán Filippusson þekkti land sitt betur en flestir aðrir samtímamenn hans og vann hann sem leiðsögumaður fyrir erlenda ferðamenn til margra ára. Á erlendri grund var hann síður kunnugur og hélt hann í fyrsta skipti utan árið 1953 þegar hann var 83 ára gamall. Vann hann þá utanlandsferð í happadrætti Sjálfstæðisflokksins og ritaði ferðasögu sína í Lesbók Morgunblaðsins um haustið.

Sjóveikar ungmeyjar og lélegir hestar

Stefán valdi að fara með skipinu Goðafossi í júlímánuði vegna þess að það fór um fleiri lönd en önnur skip sem í boði voru. Alls ferðaðist Stefán um fimm lönd: Bretland, Írland, Þýskaland, Holland og Belgíu. Siglt var frá Hafnarfirði suður með Færeyjum og til Írlands. Stefán segir: „Eitthvað fór þá að gutla í sjó svo að blessaðar ungu konurnar, sem í skipinu voru, tóku sjósótt, en ég gaf þeim góðar pillur og hresstust þær svo að daginn eftir voru þær allar kátar og brosandi út að eyrum.“

Sveitamaðurinn gamli fann sjálfur ekki fyrir sjóveiki en breyting klukkunnar og dimmar sumarnætur rugluðu hann í ríminu. Missti hann næstum af morgunverðinum vegna þessa. Á Írlandi var hann hrifinn af fólki og náttúru en síður af stórum hestunum. „Ekki leizt mér þeir reiðhestlegir og ekki hefði ég viljað hafa þá í langferðum um öræfi Íslands.“

Jómfrúr í gluggunum

Þá var siglt til Antwerpen í Belgíu og Stefáni var fylgt inn í borgina af vélstjóranum Ingvari Björnssyni. „Honum var trúandi fyrir þessum álf, sem var eins og hálfviti í stórborg.“ Þeir skoðuðu reisulegar kaþólskar kirkjur, ráðhús, verslunarhús og torg borgarinnar. Loks kom að því að Ingvar dró gamla manninn að „verslunargötu“ einni sem Stefán segist ekki hafa séð eftir að heimsækja.

Lýsti hann götunni svo: „Þarna voru þá uppljómuð kvennabúr, þar sem ljómandi jómfrúr sýndu sig í gluggunum, en aðra verslunarvöru var þar ekki að hafa. Ég hefði óefað keypt eina, ef ég hefði treyst mér að fá innflutningsleyfi á hana á Íslandi. Og mér fannst þeim lítast vel á mig, svo að ég gekk nær.“

Ingvar varaði þá Stefán gamla við og sagði að þær gætu tekið hatt hans. Karlinn sagði að það væri lítil fyrirstaða en Ingvar sagði þá að þær myndu jafnvel stökkva út tvær eða þrjár og hrifsa hann sjálfan inn. „Þá leizt mér nú ekki á blikuna og vildi ekki verða bergnuminn af þeim huldumeyjum, svo að ég hypjaði mig burt.“

Mórauðir labbakútar af öðrum kynþáttum

Ferðaðist Stefán nú víða með hópnum, til Rotterdam í Hollandi og Hamborg í Þýskalandi. Í Hamborg komst hann í kynni við fólk af öðrum kynþáttum sem ekki var mikið um í Skaftafellssýslunum. „Þarna var víst margt um flóttafólk og þarna sá ég mórauða labbakúta, lága og varaþykka, voru þeir í hópum og hafa líklega verið af skipum. Annars var fólkið myndarlegt og þar var lítið um götulýð.“

Í heimferðinni var komið við í Hull en þar var hafnarverkfall og fólkið varð að halda um kyrrt í Goðafossi. Var þá drukkið og spilað á nikku. „Ég reyndi að dansa, en var víxlaður. Skipstjórinn sagði við mig: Ekki hefði ég kært mig um að hafa þig um borð, Stefán, hefðirðu verið 60 árum yngri.“ Eftir að hafa loksins fengið að skoða Hull var haldið til Íslands. „Mér finnst ég hafa séð nóg og hlakka eins mikið til að koma heim og ég hlakkaði til að sigla út í lönd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Twitter logar: „Þetta er mesta „sorry not sorry“ afsökun sem ég hef lesið“

Twitter logar: „Þetta er mesta „sorry not sorry“ afsökun sem ég hef lesið“
433
Fyrir 1 klukkutíma

Middlesbrough staðfestir komu Obi Mikel

Middlesbrough staðfestir komu Obi Mikel
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu þegar Neymar meiddist og fór grátandi af velli: Tæpur fyrir United

Sjáðu þegar Neymar meiddist og fór grátandi af velli: Tæpur fyrir United
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Gunnar Bragi og Bergþór snúa aftur á þing í dag

Gunnar Bragi og Bergþór snúa aftur á þing í dag
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

90 mínútur með Jóhanni Berg: Ungur upplifði hann höfnun og erfiðleika – Líður vel á stærsta sviðinu

90 mínútur með Jóhanni Berg: Ungur upplifði hann höfnun og erfiðleika – Líður vel á stærsta sviðinu
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta hafa landsliðsmenn Íslands þénað á síðustu tíu árum: Gylfi í sérflokki

Þetta hafa landsliðsmenn Íslands þénað á síðustu tíu árum: Gylfi í sérflokki
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu tölvupóstinn sem Helga Vala sendi: „Fórum á Klaustur“ – Lokkandi sól og bjór í krana

Sjáðu tölvupóstinn sem Helga Vala sendi: „Fórum á Klaustur“ – Lokkandi sól og bjór í krana