Ókeypis getnaðarvarnir eða frjálsar fóstureyðingar

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 9. febrúar 2018 09:53

Lög sem heimiluðu fóstureyðingar við sérstakar aðstæður voru samþykkt 11. júní árið 1975, en um vorið höfðu verið fjörugar umræður á Alþingi um málið. Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins, taldi að fóstureyðing væri ekki mál konunnar einnar heldur einnig föður og þjóðfélagsins alls. Magnús Kjartansson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra Alþýðubandalagsins, hafði lagt til að ákvörðunin yrði alfarið konunnar. Deildu þau um einnig um hlutverk getnaðarvarna í þessu samhengi og hvort fóstureyðingar myndu leiða til kæruleysis í þeim málum. Stúdentaráð Háskóla Íslands skipti sér af málinu og krafðist ókeypis getnaðarvarna án aukaverkana ella þyrftu fóstureyðingar að vera algerlega frjálsar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af