fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Kvalalosti og blóðþorsti Elísabetar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. janúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir langa löngu lifði og hrærðist greifynja nokkur í Ungverjalandi. Sú hét Elísabet (eða Erszebet) Bathory og var af einni auðugustu ætt ríkisins. Elísabet fæddist 7. ágúst, 1560, og segir fátt af hennar högum fyrr en hún er varð gjafvaxta. Fimmtán ára að aldri giftist hún greifa að nafni Ferenz Nadasdy og bjuggu þau í Cachtice-kastalanum í norðvesturhluta Ungverjalands.

Blóðþyrst, en ekki gæðablóð

Fljótlega kom í ljós að Bathory greifynja var ekkert gæðablóð. Hún var hins vegar blóðþyrst með eindæmum og segir sagan að hún hafi drepið ungar konur, tæmt þær af blóði sem hún síðan baðaði sig upp úr. Hún hefði tekið upp á því eftir að hafa löðrungað eina þjónustustúlku af þvílíkum ofsa að hún blóðgaðist. Einn blóðdropi hafi slest á handlegg Elísabetar og sýndist henni sem staðurinn þar sem blóðdropinn lenti yrði fyrir vikið ljósari og litarhaftið fallegra.

Hefst handa rétt um tvítugt

Þetta segir sagan, en á sennilega ekki við rök að styðjast, því síðar þegar réttað var yfir vitorðsmönnum greifynjunnar var aldrei minnst á „blóðbað“. Enn fremur er talið að illvirki Elísabetar hafi hafist þegar hún var rétt um tvítugt og ósennilegt að hún hafi þá þegar látið áhyggjur af öldrun halda fyrir sér vöku.

Greifynjan blóðþyrsta
Elísabet Bathory komst lengi vel upp með ódæði sín.

Ekki er þó fráleitt að flest fórnarlamba hennar hafi verið þurrausin blóði, enda búin að undirgangast langvarandi og hroðalegar pyntingar.

Sadismi og sifjaspell

Faðir Elísabetar var hermaður og móðir hennar var systir Póllandskonungs. Ættingjar hennar eru sagðir hafa verið samansafn djöfladýrkenda, lesbía, drykkjurúta, sadista og morðingja sem víluðu ekki fyrir sér að stunda sifjaspell ef þeim bauð svo við að horfa.

Að sögn trúði Elísabet á galdra og fjölkynngi ýmiss konar sem innihélt blóðfórnir, en sennilega myrti hún og pyntaði einfaldlega vegna þess að hún var haldin kvalalosta. Hún komst upp með það vegna stöðu sinnar innan aðalsins og í þónokkuð langan tíma.

Dáðist að eigin spegilmynd

Elísabet átti það til að fá köst og hafa verið leiddar líkur að því að um hafi verið að ræða flogaköst, sem ekki voru óþekkt með öllu innan ættar hennar. Í þá tíð var talað um að fólk væri „andsetið“ ef það fékk viðlíka köst.

Elísabetu leiddist og hún var hégómagjörn. Hún tók ýmis meðul til að vinna bug  á höfuðverk sem herjaði tíðum á hana og varði löngum stundum fyrir framan spegil og dáðist að sjálfri sér.

Bræðin bitnaði á þjónustufólkinu

Greifinn var fjarri góðu gamni, stundum svo mánuðum skipti, og eitthvað þurfti greifynjan að finna sér til dundurs. Sagt er að kveikjan að illverkum Elísabetar hafi verið verið að tengdamóðir hennar nuddaði henni sýknt og heilagt nuddað henni upp því að hún var barnlaus. Elísabet hafi þá látið gremju sína bitna á þjónustufólkinu og komist á bragðið.

Reyndar eignaðist Elísabet börn um síðir, fjögur talsins, hið fyrsta er hún var 25 ára.

Leitað í sveitunum

Eftir því sem árin liðu jókst kvalalosti Elísabetar og svo fór að hún færði út kvíarnar og leitaði fórnarlamba út fyrir raðir þjónustuliðsins og veggi kastalans.

Nokkrir trúir starfsmenn voru sendir út af örkinni og kembdu þeir sveitirnar í leit að ungum konum sem hentuðu greifynjunni. Var þeim stundum sagt að þeirra biði þernustarf og ef þær bitu ekki á agnið var þeim byrluð ólyfjan eða þær yfirbugaðar með öðru móti og færðar í kastalann.

Frjótt ímyndunarafl

Ungu konurnar áttu aldrei afturkvæmt í heimahagana og þess var skammt að bíða að orðrómur um hinna illu greifynju bærist frá þorpi til þorps.

Nadasdy greifi sagði skilið við jarðlífið árið 1604 og morðæði Elísabetar náði nýjum hæðum í kjölfarið.

Ferenz Nadasdy
Greifinn var fjarverandi svo mánuðum skipti.

Við pyntingarnar beitti Elísabet hin ýmsu tól; nálar, hnífa, svipur og rauðglóandi skörunga. Ungu konurnar voru afklæddar og þeim haldið föstum af tryggum hjálparmönnum Elísabetar.

Þegar allt var klárt hófst greifynjan handa og var skortur á ímyndunarafli henni ekki til trafala í pyntingunum.

Fékk aldrei nóg

Elísabet stakk nálum í geirvörtur fórnarlamba sinna, eða undir neglurnar. Hún brenndi kynfæri þeirra með kertaloga og skar í brjóst þeirra. Stundum var ungu konunum hent nöktum út í snjóinn og síðan var helt yfir þær köldu vatni þar til þær frusu í hel.

Dáðist að eigin fegurð Elísabet sat löngum stundum fyrir framan spegil.

Pyntingarnar stóðu stundum yfir svo klukkustundum skipti og Elísabet stikaði um herbergið og öskraði: „Meira, meira. Miklu meira.“

Sérsmíðað búr

Greifynjan lét útbúa sívalt búr með löngum, hvössum göddum sem sneru inn á við. Stúlka var síðan sett í búrið sem var híft upp frá gólfinu. Einn þjóna Elísabetar var látinn pota í stúlkuna með rauðglóandi skörungi og þurfti hún þá að velja á milli þess að láta brenna sig eða þrýsta sér að göddunum. Meðan á þessu gekk stóð Elísabet á stól og jós fórnarlambið klámfengnum svívirðingum.

Gekk of langt

Enn jókst ofsi greifynjunnar blóðþyrstu. Lík fórnarlambanna voru ýmist brennd, hent út fyrir kastalaveggina í skjóli nætur, þar sem þau urðu fæða fyrir hungraða úlfa, eða hreinlega látin rotna þar sem þau lágu.

Óstjórnlegur kvalalosti og blóðþorsti kom Elísabetu í koll að lokum, því hún fór yfir strikið. Hún tók upp á því að láta ræna stúlkum sem ekki komu úr röðum bænda og leiguliða. Fjölskyldur þeirra stúlkna tóku því ekki þegjandi og leituðu til konungs Ungverjalands, Matthíasar II.

Næturárás

Konungurinn gat ekki annað en látið undan sívaxandi þrýstingi um að láta málið til sín taka og fyrirskipaði hann rannsókn undir stjórn nágranna Elísabetar Bathory, Thurzo greifa.

Thurzo lét til skarar í Cachtice-kastala um miðja nótt, þann 29. desember 1610.

Liðsmenn greifans gripu Elísabetu og hjálparkokka hennar glóðvolg í miðri pyntinga- og morðlotu og blóðug ógnarstjórn greifynjunnar rann sitt skeið.

Múruð inni

Réttað var yfir Elísabetu og vitorðsmönnum hennar vegna dauða 80 kvenna, árið 1611, þótt talið sé víst að fjöldi fórnarlamba hennar hafi sennilega verið nær 300.

Grænn dreki
Skjaldamerki greifynjunnar.

Sex þjóna Elísabetar voru fundnir sekir og teknir af lífi og voru sumir þeirra pyntaðir áður, og fengu þá að kynnast eigin meðulum.

Greifynjan naut þeirra forréttinda að þurfa ekki að vera viðstödd réttarhöldin, en var eigi að síður sakfelld og dæmd til múrast inni í eigin svefnherbergi. Einungis var rifa á einum vegg þar sem unnt var að smeygja inn mat og drykk. Elísabet dó í því herbergi þremur árum síðar, 21. ágúst 1614, að því sem talið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur

Skilaboð unga drengsins segir allt um hörmungarnar í vetur
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United

Liverpool að hætta í Nike og fara líklega í Adidas – Fá þó ekki sömu kjör og United
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar

KSÍ skoðar að fara í herferð vegna veðmálafíknar