fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Svarti pardusinn: Hann var kallaður Vofan – „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald hét maður, Neilson. Hann var breskur og fæddist 1. ágúst 1936. Ættarnafn hans var Nappey, en hann breytti því síðar af ástæðum sem vikið verður að síðar.

Bernska Donalds var víst ekki hamingjurík. Móður sína missti hann í klær krabbameins árið 1947, er hann var 10 ára að aldri. Ári síðar var hann gripinn glóðvolgur við búðarhnupl, en sökum ungs aldurs var látið nægja að veita honum viðvörun.

Þegar Donald var 18 ára kvæntist hann Irene Tate, sem var tveimur árum eldri en hann, og taldi hún hann á að segja skilið við breska herinn, sem hann þjónaði í á þeim tíma.

Nappey verður Neilson

Árið 1960 eignuðust Donald og Irene dóttur, Kathryn. Þegar Kathryn var fjögurra ára tók Donald upp ættarnafnið Neilson. Sagan segir að Donald hafi viljað forða dóttur sinni frá einelti á borð við það sem hann upplifði í skóla og í hernum vegna ættarnafnsins Nappey, sem líktist óþægilega mikið orðinu „nappy“, sem þýðir bleyja á ensku.

Nafn fengið af ísbíl

Samkvæmt einni kenningu varð Neilson fyrir valinu sem ættarnafn eftir að Donald keypti leigubifreiðafyrirtæki af manni sem hét Neilson. Önnur kenning er sú að Donald hafi fengið hugmyndina að Neilson af ísbíl sem bar nafnið en Donald og Irene keyptu oft ís handa dóttur sinni í umræddum ísbíl. Þetta skiptir þó engu máli í sambandi við framvindu sögunnar.

Ruglaði lögregluna í ríminu

Donald gerðist umsvifamikill innbrotsþjófur í árdaga glæpaferils síns. Hann komst upp með yfir 400 innbrot og fékk hin ýmsu viðurnefni, meðal annars Vofan og Handlagni Andy (Handy Andy).

Svarti pardusinn
Donald var lýst sem „pardus“, svo snar var hann.

Á nokkurra vikna fresti breytti hann innbrotsaðferð sinni og tókst með því að rugla lögregluna í ríminu. Til dæmis átti hann það til að stela útvarpi úr hverju því húsi sem hann braust inn í, útvarpið skildi hann síðan eftir skammt frá húsinu. Þegar hann hafði þannig skapað mynstur lét hann af þeirri venju og tók upp einhverja nýja og ólíka.

Úr innbrotum í vopnuð rán

Eitthvað fannst Donald afrakstur innbrota sinna vera rýr og eftir að hann kom höndum yfir byssur og skotfæri í einu húsi ákvað hann að snúa sér að ránum.

Lítil pósthús urðu fyrir valinu hjá Donald og á árunum 1971 til 1974 lét hann til skarar skríða í 18 slíkum. Samhliða þessari þróun varð Donald ofbeldisfyllri.

Í febrúar 1972 braust hann inn í pósthús í Heywood í Lancashire í húmi nætur. Í sama húsi bjuggu pósthússtjórinn, Leslie, og eiginkona hans. Leslie ákvað að takast á við hinn óboðna næturgest á meðan kona hans hefði samband við lögregluna.

Komst tómhentur undan

Leslie og Donald tókust á og Donald sýndi Leslie hlaupsagaða haglabyssu. „Hún er hlaðin,“ urraði hann. Þar sem hlupið beindist upp í loftið ákvað Leslie að láta á það reyna. „Við skulum sjá hvort hún er hlaðin,“ sagði hann og tók sjálfur í gikkinn og viti menn, höglin skildu eftir sig stærðar gat í loftinu.

Vopnabúr
Heimili Donalds hafði ýmislegt að geyma.

Þeir tókust á áfram og Leslie tókst að rífa lambhúshettuna af Donald sem svaraði með því að brjóta nokkrar tær á Donald og sparka í klofið á honum. Donald komst, tómhentur, undan og Leslie gat seinna gefið lögreglu lýsingu á innbrotsþjófnum.

Svarti pardusinn

Fyrstu þrjú morð sín framdi Donald árið 1974. Í pósthússránum skaut hann til bana tvo póstmeistara og eiginmann pósthússstýru; Donald Skepper, útibústjóri í Harrogate, í febrúar, Derek Astin, útibústjóri í Baxenden, í september, og Sidney Grayland í Langley, í nóvember.

Þeagr rætt var við ekkju Dereks, Marion, í sjónvarpsviðtali lýsti hún ódæðismanninnum á þann veg að „hann væri svo snar að hann væri eins og pardusdýr“ og hann hefði verið svartklæddur frá toppi til táar. Fréttamaðurinn lauk viðtalinu á spurningunni: „Hvar skyldi hann vera, svarti pardusinn.“ Þar var Donald kominn með enn eitt viðurnefnið og það festist við hann.

Úr ránum í mannrán

Víkur nú sögunni að 17 ára stúlku, Lesley Whittle. Að kvöldi 13. janúar, 1975, tók Lesley á sig náðir í svefnherbergi sínu á heimili fjölskyldunnar í Highley í Shropshire.

Lesley Whittle
Hvarf af heimili sínu janúarnótt 2075.

Næsta morgun kom hún ekki niður til morgunverðar og töldu foreldrar hennar að hún hefði sofið yfir sig. Uppi á herbergi var Lesley hvergi að sjá, rúmið tómt og, foreldrum hennar til mikillar skelfingar, lausnargjaldskrafa á Dymo-strimli. Krafan hljóðaði upp á 50.000 sterlingspund.

Fyrirmæli en ekkert gerist

Að sjálfsögðu fylgdu fyrirmæli um að hafa ekki samband við lögregluna og að sjálfsögðu var haft samband við lögregluna. Annars sagði í fyrirmælunum að einhver úr fjölskyldunni skyldi fara í verslunarmiðstöðina Swan í Kidderminster og bíða þar frekari fyrirmæla.

Ronald, bróðir Lesley, fór í verslunarmiðstöðina, en í millitíðinni höfðu fjölmiðlar komist á snoðir um málið og um það fjallað í sjónvarpi. Enginn fundur átti sér stað daginn þann og frekari fyrirmæli bárust ekki.

Mannræninginn lætur ekki sjá sig

Tveimur dögum síðar, um miðnæturbil, var hringt heim til Whittle-fjölskyldunnar; Ronald skyldi fara með lausnargjaldið í símaklefa í Kidsgrove, skammt frá Stoke, og þar myndu bíða hans ný fyrirmæli.

Ronald gerði sem fyrir hann var lagt og í símaklefanum voru skilaboð á Dymo-strimli: Ronald átti að keyra til Bathpool Park og blikka bílljósunum þegar þangað væri komið.

Hann fór að fyrirmælunum en ekkert bólaði á mannræningjanum.

Inniskór Lesley og upptaka

Þennan sama dag gerðist það að öryggisvörður, Gerald Smith, truflaði mann við iðju sína í Dudley. Þegar hann, eitt andartak, sneri baki í manninn var hann skotinn sex sinnum. Öryggisvörðurinn lifði af og kemur ekki frekar við sögu.

Skammt frá vettvangi var yfirgefinn bíll og í ljós kom að honum hafði verið stolið. Í bílnum fundust inniskór Lesley og upptökur þar sem hún bað fjölskyldu sína að vera samvinnufús.

Skothylki sem fundust þar sem Gerald hafði verið skotinn sýndu að byssan sem notuð var hafði að auki verið notuð af þeim sem rænt hafði pósthúsin og myrt þrjár manneskjur; Svarta pardusnum.

Grunsamlegur maður með haglabyssu

Nakið lík Lesley fannst 7. mars. Vírlykkju hafði verið smeygt um háls hennar og hún hengd í loftræstistokk. Liðu nú margir tíðindalitlir mánuðir. Þann 11. desember tóku tveir lögregluþjónar eftir grunsamlegum manni í Mansfield Woodhouse.

Eftir handtökuna
Tilviljun réð því að Donald Neilson var handtekinn.

Þegar þeir gáfu sig á tal við hann dró hann fram hlaupsagaða haglabyssu og skipaði þeim að ganga á undan honum.

Það varð lögregluþjónunum til happs að tveir vegfarendur komu aðvífandi og sameiginlega tókst þeim að yfirbuga manninn.

Kom í ljós að um engan annan var að ræða en Svarta pardusinn. Donald Neilson fékk lífstíðardóm og afplánaði hann að fullu því hann dó 18. desember 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“