fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Fár í Faraday-barnaskólanum

Kolbeinn Þorsteinsson
Föstudaginn 27. apríl 2018 22:00

Mary Gibbs og stúlkurnar Kennslukonan var heiðruð fyrir áræði sitt og dugnað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemendur og kennslukona í Faraday-barnaskólanum í Faraday í Ástralíu vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið 6. október árið 1972. Dagurinn hafði byrjað eins og allir aðrir dagar í þessum litla skóla sem hafði aðeins tíu nemendur. Þennan morgun höfðu reyndar aðeins sex nemendur mætt, systurnar Robyn, Jillian og Denise, 10, 8 og 5 ára, Christine Ellery, 10 ára, og systurnar Linda og Helen Conn, 9 og 6 ára. Fjögur börn lágu heima í flensu. Kennslukonan, Mary Gibbs, 20 ára, sá enga ástæðu til að ætla annað en að dagurinn yrði rólegur.

Sú varð ekki raunin.

Ein milljón dala

Vindur nú frásögninni fram til klukkan tuttugu mínútur í fjögur síðdegis þennan dag. Þá hringdi karlmaður í Melbourne Sun-News Pictorial. „Ég mun ekki endurtaka orð mín. Ég hef rænt öllum nemendum og kennara í Faraday-skólanum. Upphæð lausnarfjár er ein milljón dala. Smáatriði er að finna í skrifaðri orðsendingu á einu af fremstu borðunum [í kennslustofunni].“

Edwin John Eastwood
Fékk 17 ára dóm en hafði þó ekki sagt sitt síðasta.

Svo mörg voru þau orð og ritstjórn dagblaðsins beið ekki boðanna og hafði samband við lögregluna. Í ljós kom að lögreglan hafði tíu mínútum fyrr fengið vitneskju um að barnanna og kennarans væri saknað.

Beðið og vonað

Þannig var mál með vexti að mæður stúlknanna höfðu komið í skólann klukkan hálf fjögur til að sækja dætur sínar. Þær höfðu gripið í tómt.

Ein mæðranna, Thelma Conn, sagði að þær hefðu haldið að Gibbs hefði farið með börnin í gönguferð en orðið áhyggjufullar og hringt í eiginmenn sína þegar leit í næsta nágrenni bar ekki árangur.

Þegar þær síðan fréttu af lausnargjaldskröfunni gátu þær ekki haldið aftur af tárunum. Jock, eiginmaður Thelmu, sagði að þetta væri ótrúlegt og „þau gætu lítið annað gert en að bíða og vona.“

Hótað morðum

Annar faðir, Rex Howarth, sagði: „Bara skepna mundi gera svona við sex litlar stúlkur.“ Hann bætti við að það væri þó huggun í að vita að Gibbs væri með stúlkunum, hún væri: „skynsöm og áreiðanleg ung kona og mundi hugsa um hag þeirra fyrst og fremst.“

Það einfaldaði ekki störf lögreglunnar að í nokkrar klukkustundir var talstöðvartíðni hennar rugluð og var talið ljóst að það tengdist mannráninu.

Engu að síður mætti fjöldi lögreglumanna á svæðið og viðamikil leit var skipulögð, þrátt fyrir að mannræninginn hefði, í áður nefndum leiðbeiningum, hótað morðum ef slíkt yrði gert.

Leitað dyrum og dyngjum

Allar tómar byggingar voru rannsakaðar og ríkisstjóri Victoria-fylkis tilkynnti að ríkisstjórn hans væri tilbúin til að reiða fram lausnarféð.

Alla næstu nótt var leitað dyrum og dyngjum, en klukkan sex um morguninn bárust þau góðu tíðindi að Gibbs og stúlkunum hefði tekist að flýja og væru hólpin.

Gibbs gat þá upplýst að um væri að ræða tvo mannræningja. Þeir hefðu komið inn í kennslustofuna með hlaupsagaða haglabyssu. „Stúlkurnar fóru að hlæja, héldu að um væri að ræða eitthvert grín, “ sagði hún.

Mennirnir hefðu þá gert öllum ljóst að um fúlustu alvöru var að ræða.

Mannræningjar gefa fyrirmæli

Gibbs og börnin voru sett aftur í sendiferðabíl og síðan ekið af stað. „Við urðum skelfingu lostin þegar við gerðum okkur grein fyrir að þetta var að gerast í alvörunni,“ sagði Gibbs síðar.

Klukkan tvö eftir miðnætti læstu mannræningjarnir börnin og kennslukonuna inni í bílnum: „Þeir sögðu að þeir væru að fara og ná í lausnargjaldið.“

Það reyndist rétt, því skömmu síðar fékk lögreglan símtal. Mannræningjarnir gáfu þau fyrirmæli að lausnarféð skyldi sett á tröppurnar við pósthúsið í Woodend, sem liggur miðja vegu milli Faraday og Melbourne.

Gibbs sagði að það hefði verið mjög kalt í sendiferðabílnum um nóttina. „Okkur kom ekki dúr á auga. Við reyndum að drepa tímann með söng, en vorum ekki í skapi til þess.“

Gripið í tómt

Lögreglan fór að fyrirmælunum og skildi þrjár ferðatöskur, sem samtals innihéldu eina milljón dala, eftir á tröppunum. Eftir tveggja tíma bið hafði ekkert bólað á mannræningjunum og lögreglunni varð ljóst að hún hafði verið látin fara erindisleysu.

Hvað sem því leið sat Gibbs ekki auðum höndum þar sem hún ráði börnin aftur í læstum sendiferðabílnum. Að hennar sögn höfðu mennirnir sagt að þeir kæmu aftur í dögun en þegar það gekk ekki eftir ákvað hún að reyna að brjótast út úr bílnum.

Sendiferðabíllinn
Kennslukonunni tókst að brjóta sér leið út.

Fyrir tilviljun var kennslukonan ekki í pjáturskóm og af miklu harðfylgi sparkaði hún aftur og aftur í hurðina á sendiferðabílnum. Smám saman tókst henni að sparka út hlera á afturhurðinni uppskar umbun erfiðis síns.

Gíslarnir koma í leitirnar

Þær skriðu út úr bílnum og hröðuðu sér af vettvangi. „Allan tímann óttaðist ég að mannræningjarnir næðu okkur. Svo heyrði ég skothvelli og varð dauðskelfd,“ sagði Gibbs.

Ótti hennar var ástæðulaus því um var að ræða tvær manneskjur á kanínuveiðum sem hjálpuðu Gibbs og stúlkunum að komast á næstu lögreglustöð. Var farið með allan hópinn á sjúkrahús, enda voru stúlkurnar og Gibbs lúnar, svangar og miður sín eftir raunirnar.

Sendiferðabíllinn kom fljótlega í leitirnar og lögreglan rakti hann til bílasala sem hafði selt hann mannræningjunum.

Gripnir í morgunsárið

Lýsingu á mönnunum var dreift og þess þurfti ekki að bíða lengi að lögreglan kæmist á slóð þeirra. Robert Clyde Boland, 32 ára múrari, og Edwin John Eastwood, 21 árs, voru gripnir með allt niðri um sig, í nánast bókstaflegri merkingu, í morgunsárið 14. október.

Robert Clyde Boland
Samdi við ákæruvaldið og vitnaði gegn félaga sínum.

Síðar sama dag voru þeir færðir fyrir dómara og var eftir því tekið að Boland var berfættur. Ákæran á hendur þeim báðum var í sjö liðum.

Í desember játaði Eastwood sig sekan um mannrán og fékk 15 ára fangelsisdóm. Hann fékk felldar niður þrjár ákærur vegna vopnaðra rána gegn því að hann vitnaði gegn Boland.

Réttað var í þrígang yfir Boland og hann loks dæmdur, í mars 1974, í 17 ára fangelsi.

Í janúar var Mary Gibb sæmd George-orðunni fyrir það æðruleysi og áræði sem hún sýndi á ögurstundu.

Edwin John Eastwood komst aftur í fréttirnar árið 1976, en það er önnur saga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér

Opinberar smáatriðin í stórfurðulegum samning sem hann og kærastan hafa gert með sér
Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 14 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt