fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Fljúgandi diskur yfir Sjómannaskólanum

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 2. apríl 2018 18:00

Húsnæði Tækniskólans við Háteigsveg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardagskvöldið 7. janúar árið 1967 sást dularfullt fyrirbrigði á lofti yfir Reykjavík. Um tvær tímasetningar var að ræða, klukkan hálf átta og hálf ellefu. Fjöldi fólks sagðist hafa séð einkennilegan sporöskjulaga og glóandi hlut, þakinn hringlaga blettum og ljósglampa. Fannst fólki eins og hlutnum hafi verið stýrt af einhverjum. Í bæði skiptin sveimaði hluturinn í nokkrar mínútur yfir fólkinu og þaut svo lóðrétt upp í himinhvolfið. Engin flugumferð var yfir Reykjavík á þessum tíma og skyggni ágætt samkvæmt Veðurstofunni.

Fljúgandi diskur, þyrla eða hillingar

Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður sá hlutinn og sagði við Morgunblaðið: „Ég þaut út og sá lýsandi hnött ekki mjög hátt á lofti – það er ekki gott að giska á fjarlægðir í lofti að kvöldi til þegar ekkert er til að miða við – en þessi líkami, sem þarna var á ferðinni nálgaðist jörðu, nálgaðist Reykjavík, og stækkaði eftir því sem hann kom nær.“ Enn fremur: „Þessi líkami minnir mig einna helzt á þær myndir, sem ég hef séð af fljúgandi diskum.

Henrik Biering kaupmaður og Magnús Ólafsson læknir, og fjölskyldur þeirra, sáu einnig fyrirbærið. Sögðu þeir að á því hefðu verið gluggar og eins konar hali aftur úr.

Haft var samband við Pál Bergþórsson veðurfræðing sem taldi að fyrirbærið gæti hafa verið speglun hlutar fyrir utan sjóndeildarhring. Slíkt gæti gerst við svokölluð hitahvörf.

Það voru ekki aðeins almennir borgarar sem tóku eftir fyrirbærinu. Halla Guðmundsdóttir hjá Veðurathugunarstöðinni sagðist hafa séð rauðleitt ljós fara í átt að Sjómannaskólanum, ekki mjög hátt á lofti, og taldi að mögulega hefði þetta verið þyrla. Fólk í flugturninum sá ljósin einnig. Það fékkst síðar staðfest frá varnarliðinu að engin þyrla var á lofti þetta kvöld. Morgunblaðið velti því fyrir sér hvort um raunverulegan fljúgandi furðuhlut (UFO) væri að ræða.

Vandræðalegt

Degi seinna greindi Alþýðublaðið frá því að geimverur hafi hvergi komið nálægt þetta kvöld. Þar segir:

Uppgötvuðu menn svo, sér til mikillar skelfingar, að þetta „dularfulla fyrirbrigði“ reyndist vera loftbelgsræksni og nokkrir strákpattar höfðu sett eld í svo hann logaði allur að innan, er hann komst á loft. Hafa þeir „geimsjáendur“ sjálfsagt hrokkið upp við vondan draum og haft síðan hljótt um sig frá því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 13 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa

Sjáðu markið: Hólmar kom Val yfir eftir frábæra hornspyrnu Gylfa
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands

Vilja gera Snæfellsjökul að forseta Íslands