fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Níðingsskapur nornarinnar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. desember, 1979, var maður að nafni Thomas Gilligan á leiðinni heim til sín í Cork á Írlandi. Þar sem hann sat í gamla, lúna vörubílnum sínum rak hann fyrir tilviljun augun í fót sem stóð upp úr jörðinni til hliðar við veginn.

Þótt Gilligan hlakkaði til að komast heim, jólin handan hornsins og kærkomin hvíld í vændum, þá stöðvaði hann vörubílinn og kannaði fótinn nánar.

Lögreglan látin vita

Nú, fóturinn var áfastur við heilan líkama karlmanns, en Gilligan hafði ekki erindi sem erfiði þegar hann reyndi að losa líkamann úr drullunni. Því greip hann til þess ráðs að stökkva upp í bíl sinn, aka á næstu lögreglustöð og láta þá sem þar voru vita af þessum fundi.

Heyrir Thomas Gilligan nú sögunni til í þessari frásögn.

Eric heitinn Willmot

Lögreglan náði án teljandi erfiðleika að grafa upp líkið og var það sent til nánari skoðunar. Ljóst var að ekki var langt síðan viðkomandi gaf upp öndina. Hann hafði verið bundinn á höndum og fótum, höfuðkúpan var brákuð, áverkar voru á mikilvægum líffærum og rifjahylkið var í maski. Var þar kominn Eric heitinn Willmot.

Örlagaríkur spádómur

Næsta verk á dagskrá var að komast að því hví Eric Willmot hafði endað ævi sína niðurgrafinn á þessum stað. Eftirgrennslan lögreglunnar leiddi í ljós að Willmot hafði mörgum árum fyrr, 1973 nánar til tekið, látið spá fyrir sér á skemmtisvæði á ónefndum stað.

Satan
Málverk Hans Memlings frá 1485.

Sú sem það gerði hét Phoebe Brady, 43 ára kona sem einnig hafði komið sér upp smá söfnuði djöfladýrkenda.

Óseðjandi í rúminu

Hvort Phoebe hafi lagt á Willmot álög, skal ósagt látið, en hann varð yfir sig ástfanginn af þessari einstæðu móður og kvæntist henni. Dóttir Pheobe hét Verren, var 27 ára og kemur lítillega við sögu síðar.

Phobe var að sögn óseðjandi kynferðislega og þar stóð hnífurinn í kúnni því Eric Willmot gat með engu móti fullnægt þörf Phoebe í þeim efnum.

Skammvinnt frelsi

Willmot sá sinn kost vænstan að láta sig hverfa en ekki gat lengi um frjálst höfuð strokið. Meðlimir í söfnuði Phoebe Brady  komust á slóð hans, gáfu honum yfirhalningu og drógu hann nauðugan heim til Phoebe.

Í tvígang til viðbótar tókst Willmot að flýja og í tvígang fannst hann og endaði á ný í hjónarúmi helvítis.

Fimmhyrnd stjarna
Sigil of Baphomet; var í hugum fólks sterklega tengd satanisma.

Þremur dögum fyrir jól 1979 flúði hann í síðasta sinn og það fór sem fór.

800 punda viðvik

Lögreglan komst að því að Mike nokkur Harmsworth hafði sést með Willmot síðasta kvöld ævi hans. Ekki var tvínónað við hlutina og Harmsworth var ákærður fyrir morð.

Harmsworth hugnaðist greinilega ekki að sitja einn uppi með ákæru og viðurkenndi að Phoebe Brady hefði greitt honum 800 sterlingspund fyrir að drösla Willmot heim í hjónabandssæluna.

Aftaka vegna ótryggðar

Harmsworth hafði gert það samviskulega, svo samviskulega að Willmot var meðvitundarlaus þegar hann endaði í ranni nornarinnar.

Willmot skyldi ekki flýja á ný og var gert það ljóst með barsmíðum þar til hann var liðið lík.

Þegar Phoebe var handtekin, ásamt dóttur sinni, Verren, sagði hún að Eric Willmot hefði verið tekinn af lífi vegna ótryggðar hans gagnvart söfnuðinum.

Phoebe, Verren og Harmsworth fengu lífstíðardóm í júlí 1980.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls

Adam birtir myndir af skónum hans Arons með æluna upp í háls
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“

Segir Emil með troðfullt rassgat af peningum – „Beðið eftir því að síminn pingi að Stjarnan sé búinn að millifæra 1,2 milljónir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur

Karl-remba KR-inga í Morgunblaðinu vekur nokkra athygli – Segja aðra borga betur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar

Þrátt fyrir framhjáhald og vesen mætti Walker á fæðingardeildina og hélt í hönd eiginkonunnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn