fbpx

Kræsingar kokksins

Heimsókn að kvöldi til endaði með ósköpum og matseld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. mars 2018 22:00

Einu sinni var maður að nafni Damian Oldfield. Damian var á meðal áhorfenda sjónvarpsþáttar sem bar heitið God’s Gift, Guðs gjöf, árið 1996. Á meðal þeirra sem komu fram í þættinum var Anthony nokkur Morley, en kynnir var Davina McCall.

Þremur árum fyrr hafði téður Anthony unnið keppnina Herra Samkynhneigður – Bretland á næturklúbbinum Flamingo í Blackpool. Sigurinn tryggði Anthony 1.000 sterlingspunda vinningsupphæð, ferð eitthvert út í heim og klæðnað. Það allt saman er þó önnur saga.

Upphaf vinskapar

Sem sagt, árið 1996 var Damian í hópi áhorfenda God’s Gift. Damian vann fyrir tímaritið Bent, sem fjallaði um lífsstíl samkynhneigðra og síðar meir kom hann einnig fram í áðurnefndum sjónvarpsþætti. Með honum og Anthony tókust ágætis kynni.

Nú vindur sögunni fram til ársins 2008, 23. apríl nánar tiltekið. Daginn þann heimsótti Damian vin sinn Anthony. Þegar þar var komið sögu bjó Anthony í Harehills í Leeds og starfaði sem aðstoðaryfirkokkur á ónefndum veitingastað.

Alblóðugur á inniskóm

Klukkan hálf þrjú um nóttina staulaðist dauðadrukkinn karlmaður, íklæddur engu öðru en náttslopp og inniskóm, þakinn blóði frá hvirfli til ilja, inn á kebab-veitingastað í Leeds.

Var þar mættur Anthony Morley og bað hann um að samband yrði haft við lögregluna; hann hefði banað manni sem reyndi að nauðga honum.

Í svefnherbergi á heimili Anthonys fann lögreglan klæðalaust lík Damians. Flest benti til að Damian hefði verið undir sænginni þegar átök brutust út. Hann hafði verið stunginn 20 sinnum, einu sinni af miklu afli í bringuna og nítján sinnum í bakið.

Leifar í ruslafötu

Lögreglumönnum brá þó heldur meira í brún þegar þeir uppgötvuðu að búið var að skera vænar flísar af fótleggjum Damians. Sex bitar fundust sem búið var að krydda og matreiða og einn biti að auki í ruslafötunni og voru bitför í honum.

Nú, Anthony var ákærður fyrir morð og við réttarhöldin sagði hann að hann hefði beðið Damian að koma inn í svefnherbergi til að horfa á DVD-myndir og eitt hefði leitt af öðru. Hann fullyrti einnig að atburðarásin væri frekar þokukennd og eftir sumu sem gerðist myndi hann einfaldlega ekki.

Kemur af fjöllum

„Ég man að ég fann fyrir honum ofan á mér, hann gerði það sem hann gerði. Mér fannst ég vera dofinn og sem ég hefði enga stjórn. Mér leið illa og fannst ég vera svikinn. Við höfðum rætt þessi mál. Mér hugnaðist ekki að við ættum í kynferðislegu sambandi enda nýlega búnir að virkilega læra að þekkja hvor annan.

Ég veit ekki af hverju ég drap hann, í sannleika sagt; ég hef ekki hugmynd,“ sagði Anthony og virtist koma af fjöllum.

Frásagnir fyrrverandi kærasta

Sem fyrr segir fullyrti Anthony að hann myndi ekki eftir því ofbeldi sem hann beitti Damian, en kviðdómur lagði ekki trúnað á orð hans í þeim efnum.

Í mati kviðdóms vóg þungt framburður fyrrverandi kærasta Anthonys sem sagði að Anthony hefði ógnað honum með kjötöxi í deilu um peninga. Annar fyrrverandi kærasti Anthonys sagði að Anthony hefði ráðist á hann úti á götu, en útskýrði það ekkert nánar.

Í október árið 2008 var Anthony Morley sakfelldur og fékk lífstíðardóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu atvikið – Mo Salah neitaði að ræða við Gary Neville

Sjáðu atvikið – Mo Salah neitaði að ræða við Gary Neville
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Björgólfur Guðmundsson, Einar Þorsteinsson og Viðskiptablaðið fórnarlömb falsfrétta um ágæti Bitcoin

Björgólfur Guðmundsson, Einar Þorsteinsson og Viðskiptablaðið fórnarlömb falsfrétta um ágæti Bitcoin
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

El Mustapha í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að káfa á stúlku í Kringlunni: Segir þetta eðlilegt í heimalandinu

El Mustapha í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að káfa á stúlku í Kringlunni: Segir þetta eðlilegt í heimalandinu
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Óhugnanleg ófreskja í Garðabæ: „Fer ekki í Costco fyrr en hún er farin“

Óhugnanleg ófreskja í Garðabæ: „Fer ekki í Costco fyrr en hún er farin“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Tekjur United aldrei verið meiri og munu aukast meira á þessu tímabili

Tekjur United aldrei verið meiri og munu aukast meira á þessu tímabili
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Sjö bifreiðir skemmdar í Keflavík

Sjö bifreiðir skemmdar í Keflavík
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“
433
Fyrir 4 klukkutímum

Stjörnur United stoppuðu bíla sína til að gleðja fatlaðan stuðningsmann

Stjörnur United stoppuðu bíla sína til að gleðja fatlaðan stuðningsmann