fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024

Sárasótt og sjálfsvörn

James átti eymdarlíf í æsku – Lenti snemma uppi á kant við lögin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 30. mars, 1960, var James W. Rodgers leiddur fyrir aftökusveit í Utah í Bandaríkjunum. James þessi kom í heiminn 3. ágúst, 1910, í Lubbock í Texas og var elstur ellefu systkina; fimm bræðra og sex systra.

Skólagöngu James lauk um átta ára aldur og tólf ára gamall sagði hann skilið við æskustöðvarnar þar sem faðir hans þrælaði börnunum út.

Sextán ára var hann bendlaður við ólöglega sprúttframleiðslu og -sölu og í særðist á fótleggjum vegna vélbyssuskothríðar í tengslum við þá iðju. Svo fór að James tók þátt í vopnuðu ráni og dvaldi um tuttugu ára skeið á bak við lás og slá.

Léttvæg deila

Vindur nú sögunni fram til ársins 1957. Það ár kom James frá Nýju-Mexíkó til La Sal í Utah. Þar hafði hann fengið hlutastarf sem öryggisvörður við Rattlesnake úrannámu Continental Uranium Company.

Þann 19. júní sama ár sló í brýnu með James og námamanninum Charles Merrifield. Þegar upp var staðið, eða þannig séð, lést Charles Merrifield, enda erfitt að halda í tóruna eftir að hafa verið skotinn ótal skotum í höfuð, handleggi og bringu. Deiluefnið var ekki merkilegt; hvernig átti að bera áburð á skóflu gröfu til að koma í veg fyrir að jarðvegur festist við hana.

Fannst sér ógnað

James lagði á flótta á jeppanum sínum en var gripinn í Colorado og skilað í fangelsið í San Juan í Utah. Hann útskýrði gjörðir sínar á þann veg að honum hefði fundist sér ógnað af Charles og verið hræddur um að Charles myndi „berja hann í kássu“. Hann hefði því gripið til byssunnar og skotið hann þegar Charles óð að honum með stóran skiptilykil að vopni.

James var leiddur fyrir rétt undir lok júní 1957 og formlega ákærður fyrir morð.

Bar við sárasótt og sjálfsvörn

James bar því við að hann væri með sárasótt og ekki sakhæfur vegna geðveiki. Einnig sagðist hann hafa orðið Charles að bana í sjálfsvörn, en það þótti hæpin útskýring því Charles hafði verið undir stýri stórrar gröfu við námuna þegar James raðaði í hann skotunum.

James var sakfelldur og dæmdur til dauða. Honum voru boðnir tveir kostir; aftökusveit eða henging. Hann valdi aftökusveitina og sagðist ekki hafa áhyggjur því sárasóttin myndi draga hann til dauða áður en að aftökunni kæmi. Það reyndist rangt því læknisskoðun leiddi í ljós að hann glímdi ekki við sárasótt.

James áfrýjaði dómnum í þrígang en hafði ekki erindi sem erfiði.

Á leið á hlýjan stað

Charles var í ríkisfangelsi Utah síðustu tvö ár ævi sinnar og var fyrirmyndarfangi. Sem fyrr segir stóð hann frammi fyrir aftökusveit 30. mars, 1960, við sólarupprás. „Ég hef nú þegar lagt fram mína hinstu ósk … skothelt vesti,“ sagði hann.

Hann var íklæddur gallafatnaði og var boðinn frakki sem hann afþakkaði með orðunum: „Engar áhyggjur, brátt verð ég kominn á heitan stað.“

Aftökusveitin samanstóð af fimm karlmönnum. Einn þeirra, enginn vissi hver, var með riffil hlaðinn púðurskoti. Þannig var komið í veg fyrir að þeir gætu vitað með vissu hverjir skutu banaskotunum.
Sautján ár liðu frá aftöku James W. Rodgers þar til aftökusveit var beitt aftur við aftökur í Bandaríkjunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki

Styttist í barnamenningarhátíð í Reykjavík – Vegleg dagskrá og börnin í aðalhlutverki
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann

Kostar sitt að kúka í Lystigarðinum – Akureyrarbær tvöfaldar verðmiðann
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt