Fólkið sem ætti ekki að flytjast til Íslands

Mega Vika og Pungsi Pungsi þar á meðal – Pikuna Pikuna yrði talinn dóni á Tinder

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. mars 2018 14:00

Íslendingar hafa alla tíð haft sérstaklega gaman af erlendum nöfnum sem hljóma einkennilega á íslensku. Sem dæmi má nefna um 100 brandara Bjarna Fel um tyrkneska markvörðinn Engin sem og gleði íslenskra íþróttamanna í hvert skipti sem tékkneski sóknarmaðurinn Pavel Kuka snerti boltann.

Samfélagsmiðilinn Facebook er sannkölluð fjársjóðskista varðandi leit að slíkum nöfnum og hér deilir DV með lesendum sínum nöfnum nokkurra einstaklinga sem ættu erfitt uppdráttar hér á landi ef búferlaflutningar væru framundan.

Ein þekktasta markaðsherferð landsins er Megavika Domino’s sem er haldin reglulega allt árið um kring. Auglýsingar um tilboðsvikuna tröllríða þá öllum fjölmiðlum. Það er hætt við að brandararnir sem myndu dynja á hinni bandarísku Mega Vika yrðu nánast óbærilegir. Á móti kemur að Mega gæti eflaust haft einhverjar tekjur af því að gerast andlit herferðarinnar, nú eða fá bara lífstíðarbirgðir af kanilgotti.

Yrði væntanlega umsvifalaust andlit samnefndar markaðsherferðar.
Mega Vika Yrði væntanlega umsvifalaust andlit samnefndar markaðsherferðar.

Sú var tíðin að lífið var einfalt og gott. Veðrið var betra, heimurinn friðsælli og Helga Steffensen tryllti lýðinn með hliðarsjálfi sínu, Lilla Apa. Lilli Api var helsta hetja nokkurra kynslóða Íslendinga sem nú eru komnir til vits og ára. Það er því líklegt að franska þokkadísin Lili Api þyrfti að þola einhverjar háðsglósurnar fyrir að deila nafni með goðinu.

Lili Api ætti líklega ekki að flytjast til Íslands.
Frönsk þokkadís Lili Api ætti líklega ekki að flytjast til Íslands.

„Hvað heitir finnska hóran? Nartí Tillana“ var brandari sem fór sem eldur í sinu á sínum tíma. Það skal látið ósagt í hvað hin finnska Maija nartar en eftirnafn hennar, Typpi-Häkkinen, gerir búsetu á Íslandi nokkuð flókna.

Hin finnska Marija-Typpi Häkkinen myndi eflaust kalla fram svipuð viðbrögð hér á landi.
Brosmild Hin finnska Marija-Typpi Häkkinen myndi eflaust kalla fram svipuð viðbrögð hér á landi.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ras Gato frá Pittsburgh í Pennylsvaníu-fylki yrði seint tekinn alvarlega hér á landi.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ras Gato.
Úr iðrum endaþarmsins Bandaríski tónlistarmaðurinn Ras Gato.

Það sama gildir um hina indversku Pungsi Pungsi sem býr í borginni Seppa í Indlandi. Hún ætti sér ekki viðreisnar von hér á landi.

Bandaríski tónlistarmaðurinn Ras Gato.
Úr iðrum endaþarmsins Bandaríski tónlistarmaðurinn Ras Gato.

Landi hennar Pikuna Pikuna ætti ekki heldur séns. Bara þegar hann myndi kynna sig á öldurhúsum bæjarins yrði hann álitinn hinn mesti dóni.

Indverski sjarmörinn væri talinn hinn mesti dóni á íslenska Tinder.
Pikuna Pikuna Indverski sjarmörinn væri talinn hinn mesti dóni á íslenska Tinder.

Hin súdanska Kukandi Manadi Almak ætti sömuleiðis erfitt uppdráttar hér á landi. Eiginmaður hennar Kuchi yrði ekki í mikið betri málum.

Hin súdanska Kukandi er gift Kuchi.
Allt í skít Hin súdanska Kukandi er gift Kuchi.

Þau gætu mögulega leitað sér huggunar hjá þjáningarbróður sínum, Fre Tar frá Chile.

Fre Tar frá Chile er hress.
Í stormi Fre Tar frá Chile er hress.

Í Varsjá í Póllandi býr síðan ungur drengur, líklega af taílenskum uppruna, sem heitir Kun Tan. Hann valdi að læra eðlisfræði í bandarískum háskóla, sem var líklega betra en að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands.

Kun Tan er í háskólanámi í Bandaríkjunum.
Ungur og efnilegur Kun Tan er í háskólanámi í Bandaríkjunum.

Í Bochum í Þýskalandi býr glæsileg ung kona sem heitir Katharina Hornef. Hún myndi bera nafn með rentu í íslenskri flensutíð.

Ættarnafn hennar, Hornef, myndi eflaust vekja kátínu hér á landi.
Katarina Ættarnafn hennar, Hornef, myndi eflaust vekja kátínu hér á landi.

Sú sem ætti erfiðast af öllum við flutning til landsins er ung, ítölsk snót og það er vegna þess að hún er nánast gangandi morðhótun. Stúlkan er frá Napólí og heitir Ariana Drepa.

Ariana Drepa frá Napólí yrði hugsanlega litin hornauga hér á landi.
Gangandi morðhótun Ariana Drepa frá Napólí yrði hugsanlega litin hornauga hér á landi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 11 klukkutímum

Missti sig eftir frábært sigurmark Salah – ,,Yes you can, Salah, superman“

Missti sig eftir frábært sigurmark Salah – ,,Yes you can, Salah, superman“
433
Fyrir 11 klukkutímum

Holland vann sannfærandi sigur á Heimsmeisturunum

Holland vann sannfærandi sigur á Heimsmeisturunum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Andri Snær vill að erlent afgreiðslufólk tali íslensku – Þór segir að íslenskunni sé sýnd vanvirðing

Andri Snær vill að erlent afgreiðslufólk tali íslensku – Þór segir að íslenskunni sé sýnd vanvirðing
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Björt á von á fjórða barninu

Björt á von á fjórða barninu
433
Fyrir 12 klukkutímum
Atli Arnarson í HK
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gylfi tók athyglisvert skref aðeins 20 ára gamall – ,,Allt lokað á sunnudögum í litlum bæ út í sveit“

Gylfi tók athyglisvert skref aðeins 20 ára gamall – ,,Allt lokað á sunnudögum í litlum bæ út í sveit“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Hjákonan rífur þögnina: „Hann laug um allt“ – Fékk hrollvekjandi skilaboð eftir morðin

Hjákonan rífur þögnina: „Hann laug um allt“ – Fékk hrollvekjandi skilaboð eftir morðin
Matur
Fyrir 14 klukkutímum

Skiptar skoðanir um nýtt morgunkorn: „Guð er dauður og við drápum hann“

Skiptar skoðanir um nýtt morgunkorn: „Guð er dauður og við drápum hann“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins spyr: Er bein tenging á milli þess að elska fótbolta og hata konur?

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins spyr: Er bein tenging á milli þess að elska fótbolta og hata konur?