fbpx
Mánudagur 18.febrúar 2019

Sótarinn seki

Örfá hár felldu morðingja Annie og Phyllis

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 25. febrúar 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að morgni sunnudagsins 13. nóvember, 1938, bankaði frú Rowland Barrett upp á hjá vinkonu sinni, Annie Wiseman, við Salisbury-stræti í Glenroy í Melbourne í Ástralíu. Hugðist frú Barrett, eins og oft áður, verða Wiseman og 17 ára frænku hennar, Phyllis, samferða til messu.

Barrett brá í brún

Enginn kom til dyra og það fannst Barrett undarlegt. Vegna þess að Barrett og Wiseman voru góðar vinkonur hafði sú fyrrnefnda lykil að heimili Wiseman í fórum sínum. Hún hleypti sjálfri sér inn og leist ekki á blikuna því heimilinu hafði verið umturnað.

Wiseman og frænka hennar lágu liðin lík á gólfinu og höfðu báðar verið kyrktar.

Líkið af Phyllis var í svefnherbergi baka til. Náttkjóll hennar hafði verið dreginn upp og henni verið nauðgað.
Líkið af Annie Wiseman var í hennar eigin svefnherbergi og var höfuðið í blóðpolli. Hún var í náttfötum og náttslopp og lá rétt við rúmið. Hrottaskapur morðingjans hafði verið þvílíkur að smámynt sem hafði verið á gólfteppinu hafði þrykkst inn í úlnlið Annie. Segir sagan að þurft hafi hníf til að losa myntina.

Mjólkurreikningur og sót

Það kom til kasta rannsakanda að nafni Charles Taylor að skoða vettvang glæpsins. Upp úr krafsinu hafði Taylor meðal annars reikning vegna mjólkur, smámynt og leifar af sóti.

Lögreglan fór á stúfana, kíkti í mjólkurbúðir í nágrenninu og leitaði upplýsinga. Afraksturinn var nöfn fjölmargra viðskiptavina og fór lögreglan hús úr húsi.

Það hljóp á snærið hjá lögreglunni þegar kona ein kannaðist við eigin rithönd á mjólkurreikningnum. Sagði hún að til hennar hefði komið maður 7. nóvember og spurt hvort hún vildi láta hreinsa reykháfinn. Hún hafði afþakkað boðið en skrifað nöfn mögulegra viðskiptavina á reikninginn.

Þessar upplýsingar leiddu lögregluna til 38 ára sótara nokkurs, George Green.

Hárin skiptu höfuðmáli

Green sagðist enga vitneskju hafa um morðin og sagðist hafa látið kollega sína hafa mjólkurreikninginn með nöfnunum. Lögreglan lagði ekki trúnað á útskýringar Green. Þvert á móti taldi hún ljóst að Green væri sá seki, en skorti þó sannanir til að byggja á.

Charles Taylor hófst nú handa enda ekki á þeim buxunum að láta sótarann sleppa.

Hár sem fannst við hliðina á líkinu af Wiseman var borið saman við hár sem fannst á heimili Green. Einnig fundust, eftir ítarlega leit, þrjú hvít hár á heimili hans og fékkst síðar staðfest að þau voru af Wiseman.
Réttað var yfir Green og þegar upp var staðið tók það réttinn aðeins sex klukkustundir að úrskurða hann sekan.

George Green var hengdur 17. apríl 1939.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir vegaframkvæmdir geta sparað um 25 milljarða á ári: „Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“

Segir vegaframkvæmdir geta sparað um 25 milljarða á ári: „Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Segja að laun Kolbeins séu í sérflokki hjá Nantes: Þetta er hann sagður þéna

Segja að laun Kolbeins séu í sérflokki hjá Nantes: Þetta er hann sagður þéna
Kynning
Fyrir 2 klukkutímum
Bono og Davíðssálmar
433
Fyrir 3 klukkutímum

Hausverkur Jurgen Klopp: Van Dijk í banni og Lovren tæpur

Hausverkur Jurgen Klopp: Van Dijk í banni og Lovren tæpur
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Segja engar upplýsingar til um tekjur af laxveiði

Segja engar upplýsingar til um tekjur af laxveiði
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Vigdís um lúxus-landkynninguna: „Væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt“

Vigdís um lúxus-landkynninguna: „Væri fyndið – ef þetta væri ekki svona sorglegt“
Matur
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“

Þetta borðar Kylie Jenner á morgnana: „Morgunmatur er leiðinlegur“
Bleikt
Fyrir 5 klukkutímum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Síðasti spölur Sala: Hundurinn sorgmæddur fyrir utan athöfnina

Síðasti spölur Sala: Hundurinn sorgmæddur fyrir utan athöfnina