fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Skák og mát

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 16. desember 2018 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skák er vinsæl íþrótt þar sem skákmenn eru felldir vinstri hægri án blóðbaðs þó. Íþróttin hefur í gegnum tíðina tengst nokkrum morðum og segir sagan að morð hafi markað upphaf leiksins á 6. öld á Indlandi.

Samkvæmt þeirri sögu bað konungur einn þar í landi vitran mann að hanna herkænskuleik sem myndi styrkja huga hermanna hans. Þegar upp var staðið var konungurinn yfir sig ánægður með útkomuna og spurði þann vitra hvað hann vildi að launum.

„Þú velur,“ sagði sá vísi. „Annaðhvort gefurðu mér mína eigin þyngd í gulli eða eitt hrísgrjón fyrir einn reit á borðinu, tvö fyrir annan reit og fjögur fyrir þann þriðja og þannig koll af kolli.“

Konunginum leist vel á hrísgrjónaleiðina og kaus hana. Um síðir komst hann að því að ekki voru nógu mörg hrísgrjón til í heiminum til að uppfylla skilyrðin. Sá konungur þá ekki annað í stöðunni en að láta taka vitra manninn af lífi.

Tapsár prins

Pippin af Bæjaralandi
Sonur hans tapaði skák með banvænum afleiðingum fyrir andstæðinginn.

Árið 800 átti Okarius, prins af Bæjarlandi son sem dvaldi við hirð Pippins frankakonungs. Dag einn tefldi sonur Pippins við son Okarius og laut í lægra haldi fyrir honum. Brást Pippinsson hinn versti við og sló son Okarius í höfuðið með grjóti með þeim afleiðingum að hann lést samstundis.

Banvæn ásökun

Knútur konungur
Kærði sig ekki um að vera brigslað um óheilindi.

Um tvö hundruð árum síðar áttust þeir við Knútur konungur ríki og Úlfur jarl. Fannst jarli sem konungur færi helst til frjálslega með taflmenn sína á borðinu og sinnaðist þeim félögum. Ekki hugnaðist konungi að vera borið á brýn að hafa haft rangt við og lét bana Úlfi svo lítið bæri á.

Nágrannaslagur

Í september, árið 2009, játaði 30 karlmaður, David Christian, að hafa orðið nágranna sínum, Michael Steward, að bana. Það sem hófst sem saklaus skák breyttist í harmleik þegar David reiddist við skákborðið. Í staðinn fyrir að hrókera … eða eitthvað, kyrkti hann Michael.

Hann reyndi þó að endurlífga nágranna sinn en tókst ekki. Má kannski segja að þar hafi gilt reglan „snertur maður, hreyfður maður“.

Skákborðsmorðin

Skákborðsmorðinginn
Alexander tókst ekki að fylla skákborð sitt með fórnarlömbum.

Eitt frægasta málið snertir rússneskan raðmorðingja, Alexander Yuryevich Pichushkin, sem fékk viðurnefnið Skákborðsmorðinginn. Fórnarlömb hans eru talin vera allt að 62 talsins, myrt á árunum 1992–2006, og sagt að markmið Alexanders hafi verið að ná einu fórnarlambi fyrir hvern reit skákborðsins. Ekki gekk það eftir hjá honum og afplánar hann nú lífstíðardóm í Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“

Voru gapandi hissa yfir sjónvarpinu í vikunni – „Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þér“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“

Gylfi Þór hundfúll – „Það er erfitt að taka þessu“
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“

Fór að leita uppi draugahús á Ítalíu með kærastanum – Endaði líf sitt sem „mannleg fórn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“

Spáin fyrir Bestu deild kvenna – „Ég myndi segja að það sé eina sjokkið“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar