fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Banvæni bakarinn

Meriama fékk draumastarf – Ofnæmi gerði henni lífið leitt

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 21. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ilmurinn af nýbökuðu brauði er nánast dýrðlegur og í huga margra hlýtur það að vera indælt hlutskipti að baka brauð og annað bakkelsi. Án efa má það til sanns vegar færa í mörgum tilfellum, en sú var ekki raunin hjá Meriama Yaya.

Meriama kom til Frakklands frá Alsír, ung kona. Hún giftist, eignaðist börn með manni sínum og með iðjusemi og sparnaði náðu hjónakornin að eignast eigin íbúð.

Með tíð og tíma fluttu börnin að heiman eitt af öðru og í kringum 2007 var svo komið að Meriama hugsaði með sér að hún þyrfti að finna sér eitthvað að starfa.

Draumastarf

Innan tíðar rakst Meriama á auglýsingu sem höfðaði til hennar. Um var að ræða stöðu afgreiðslumanneskju í litlu bakaríi, Cho do re, ekki langt frá heimili Meriama í Saint-Etienne í miðausturhluta Frakklands.

Launin voru reyndar ekki nema rétt rúmlega 100 evrur á viku, en það skipti Meriama ekki höfuðmáli.
Bakaríið var ekki mikið fyrir augað en státaði af tryggum hópi viðskiptavina, sem fljótlega fannst hver dagur nánast ófullkominn án vingjarnlegs fass og geislandi bross nýju afgreiðslukonunnar.

Slæmt ofnæmi

Sjálf var Meriama himinlifandi en svo kom reiðarslagið. Meriama þoldi ekki hinn fína salla sem myndaðist þegar deigið var hnoðað. Ofnæmið var slíkt að hendur hennar bólgnuðu upp, hún gat vart séð og átti erfitt með andardrátt. Það eina í stöðunni, að sögn lækna, var að taka frí og reyna að jafna sig.

Það gerði Meriama og árið 2008, heilu ári síðar, treysti hún sér til að snúa aftur til starfa. Í millitíðinni hafði margt breyst. Bakaríið hafði verið selt 27 ára manni, Jérome Mounier, sem ákvað frá fyrstu stundu að honum líkaði ekki við Meriama.

Nýr eigandi

Í fjarveru Meriama hafði Jérome vanist því að vinna einn og ef hann þurfti aðstoð leitaði hann til fjölskyldu sinnar um hana. Hann sá enga hagkvæmni í að hafa Meriama í bakaríinu og þurfa að greiða 113 evrur aukalega á viku. En lögin voru Meriama hliðholl og samkvæmt þeim bar Jérome að taka hana í vinnu að loknu veikindaleyfi hennar.

Til að bæta gráu ofan á svart tók ofnæmið sig upp aftur, nú verr en áður, og eins og það væri ekki nóg þá andaðist eiginmaður Meriama um svipað leyti.

Vildi uppsögn

Meriama varð ljóst að við þetta yrði ekki búið; hún gæti ekki unnið hjá Jérome í ljósi alls og alls. Hún sagði við Jérome að best væri að hann ræki hana, þá gæti hún komist á atvinnuleysisbætur.

Jerome varð hvumsa og sagði: „Kemur ekki til mála. Af hverju getur þú ekki sagt upp og látið þig hverfa?“
Þegar Meriama útskýrði fyrir honum að þá myndi hún missa allar bætur yppti hann einfaldlega öxlum.

Jérome virðist taka sönsum

Í örvæntingu hafði Meriama samband við stéttarfélag sitt og fulltrúi þess hafði samband við Jérome. Þá virtist Jérome taka sönsum og sagði hann við Meriama: „Allt í lagi. Komdu miðvikudaginn 14. maí [2008], í hádeginu og ég verð þá með bréf fyrir þig, þess efnis að staða þín hefði verið lögð niður og þú hefðir því ekkert starf hér lengur.“

Meriama fagnaði þessum málalyktum og kom næsta miðvikudag í bakaríið á umsömdum tíma. Hún fór inn um bakdyr bakarísins og sást ekki á lífi eftir það.

Árangurslaus leit

Um kvöldið urðu börn Meriama áhyggjufull enda reynt árangurslaust að ná í hana. Þau fóru meðal annars að bakaríinu, þar var allt lokað og læst en fyrir utan var bíll Meriama með opna glugga. Að lokum var farið til lögreglunnar og leit hófst.

Um morguninn var rætt við Jérome; jú, Meriama hafði litið við hjá honum daginn áður og hann hafði heyrt í bíl rétt eftir að hún yfirgaf bakaríið.

Lögreglumenn báðu um leyfi til að svipast um innandyra og var það auðsótt mál.

Blóðugur klútur

Bakaríið var með ólíkindum vel þrifið, hvergi rykkorn að sjá, en engu að síður fann lögreglan blóðugan klút. Bíll Jérome hafði einnig verið þrifinn hátt og lágt.

Þegar lögreglan sýndi Jérome klútinn varð hann niðurlútur. Hann ku hafa sest niður fyrir utan bakaríið og hvíslað: „Ég drap hana. Ég sló hana með járnröri og kyrkti hana svo. Ég hellti sýru á andlit hennar svo hún yrði óþekkjanleg.“

Jérome sagði að hann hefði ekið með líkið á hauga fyrir utan bæinn og hent því þar. Mikið rétt; þar í haug af rusli fundust líkamsleifar Meriama.

Banvænt bræðiskast

Við réttarhöld í málinu í byrjun árs 2011 sagði Jérome: Ég sá sjálfan mig veita höggin eins og ég væri einhver annar.“ Sagði hann að hann hefði fyllst mikilli reiði, fundið snúru, vafið henni um háls Meriama. „Ég steig á andlit hennar og herti að.“

Í byrjun mars 2011 var kveðinn upp dómur yfir Jérome Mounier og var hann dæmdur til 20 ára fangelsisvistar fyrir morð sem aldrei hefur fengist skýring á hví var framið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi

Ofurtölvan stokkar spilin eftir magnaðan sigur Arsenal – Óvænt tíðindi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti