fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Raðmorðingi sá fyrsti sem verður tekinn af lífi

Anthony Allen Shore viðurkenndi að hafa drepið fjórar ungar konur

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. janúar 2018 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Allen Shore, 55 ára fangi á dauðadeild í Texas, verður að líkindum fyrsti fanginn í Bandaríkjunum sem tekinn verður af lífi á þessu ári.

Anthony, sem kallaður var æðaklemmumorðinginn, játaði að hafa myrt fjórar ungar konur á árunum 1986 til 1995. Hann var hins vegar aðeins ákærður fyrir eitt þeirra, morð á 21 árs konu árið 1992, Mariu del Carmen Estrada. Hann viðurkenndi að hafa kyrkt fórnarlömb sín.

Það var ekki fyrr en árið 2003 að lögreglu tókst að tengja hann við morðið á Mariu. Lögregla hafði lagt hald á lífsýni sem fundust undir nöglum hennar og kom það heim og saman við DNA-sýni úr Anthony. Þá þegar sat hann í fangelsi eftir að hafa verið dæmdur í átta ára skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot.

Við yfirheyrslur hjá lögreglu viðurkenndi hann að hafa myrt þrjár konur eða stúlkur til viðbótar; níu ára stúlku og tvær táningsstúlkur. Hann braut kynferðislega gegn minnst þremur fórnarlamba sinna áður en hann myrti þau.

Tuttugu og þrír fangar voru teknir af lífi í Bandaríkjunum á síðasta ári. Upphaflega stóð til að taka Anthony af lífi í október síðastliðnum en aftökunni var frestað. Að því er bandarískir fjölmiðlar greina frá gæti aftakan farið fram á næstu dögum eða vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu

Aðstoðarmaður Klopp með spennandi tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hartman í Val