Jarðarbúum hefur fjölgað um „heilt Ísland“ það sem af er árinu 2018

Björn Þorfinnsson skrifar
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 11:28

Þegar þessi orð eru skrifuð eru Jarðarbúar orðnir 7.592.181.836, hvorki meira né minna. Upplýsingarnar má finna í beinni Facebook-útsendingu síðunnar „I fucking love science“ (sem er mun fágaðri en nafnið gefur til kynna).

Í útsendingunni má fylgjast með fjölgun jarðarbúa í rauntíma og má segja að það sé hálf óhugnalegt að fylgjast með útsendingunni í stutta stund enda er offjölgun iðulega nefnd sem ein helsta vá sem steðjar að mannkyninu. Það sem af er árinu 2018 hefur mannkyninu fjölgað um rúmlega 330 þúsund einstaklinga, um 567 þúsund hafa fæðst en um 235 þúsund hafa látist.

Þegar þessi lokaorð eru skrifuð þá hefur jarðarbúum fjölgað um rúmlega 4 þúsund einstaklinga (reyndar verður að taka með í reikninginn að blaðamaður fór að míga í millitíðinni. Á meðan þeirri athöfn stóð fæddust um þrjú þúsund einstaklingar).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af