fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

1957 – Þýskir hermenn fluttir til Fossvogs

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. janúar 2018 14:45

Þýski reiturinn Sveigur lagður fyrir jólin 2017. Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýski reiturinn svokallaði í Fossvogskirkjugarði geymir sautján hermenn þriðja ríkisins sem voru skotnir niður í flugvélum hér við land. Reiturinn er nokkuð sérstakur, dökkleitur, með þremur voldugum krossum og nöfnum hinna fallinna í hringsveig um þá. Lengi vel voru þeir útlægir úr garðinum en fengu athvarf á Kjalarnesi.

Njósnarar

Þór Whitehead, sagnfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir mennina hafa stundað hér njósnaflug frá Stavanger í Noregi. „Þjóðverjar héldu hér uppi reglulegu njósnaflugi og það jókst mjög eftir að bandamenn hófu siglingar til Rússlands. Þeir vildu fylgjast sérstaklega með skipalestunum til Murmansk. Á tímabili flugu þeir daglega yfir Reykjavík. Þegar fór að halla undir lokin þá dró mjög úr þessu en allt til stríðsloka þá héldu þeir uppi njósnaflugi fyrir norðan land.“

Bandamenn voru hér með loftvarnabyssur en vélarnar urðu þeim ekki að bráð. „Það voru alltaf orrustuflugvélar bandamanna sem skutu þær niður.“ Þór segir þó að sumir sem skotnir voru niður hafi lifað af, til að mynda einn loftskeytamaður sem var handtekinn og færður í stríðsfangabúðir út stríðið. „Síðasta vélin nauðlenti hér 2. maí 1945, örfáum dögum fyrir stríðslok, vegna bilunar í hreyfli. Hún varð alelda, lenti á sjónum við Leirhöfn við Grímsey og áhöfnin komst út.“

Máttu ekki hvíla við hlið bandamanna

Sjö fórust í Hvalfirði þann 21. júní árið 1941 en Reykvíkingar veigruðu sér við að grafa þá á sama stað og hermenn bandamanna. Var því leitað til Ólafs Bjarnasonar, bónda í Brautarholti á Kjalarnesi, sem veitti leyfi fyrir því að líkin yrðu jörðuð þar. Næstu tvö ár tók hann við sex líkum til viðbótar.

Ólafur barðist fyrir því að hermennirnir fengju að fara í Fossvoginn og varð það raunin árið 1957. Þá voru einnig flutt fjögur lík frá Reyðarfirði en þeir menn höfðu hrapað á fjallinu Snæfugli vorið 1941. Reiturinn var vígður á þjóðarsorgardegi Þjóðverja í nóvember árið 1958 við mikla athöfn. Elín Pálmadóttir skrifaði grein um flutningana í Morgunblaðið í febrúar árið 1998.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal

Tveir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni á blaði hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“