fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Sveinn skotti hengdur: Sonur eina raðmorðingja Íslandssögunnar

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 1. janúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1648 – Sveinn skotti hengdur

Sveinn „skotti“ Björnsson var sonur eina raðmorðingja Íslandssögunnar, Björns Péturssonar, títtnefnds Axlar-Bjarnar. Sveinn þvældist um Vestfirði og stundaði þjófnað, nauðganir og galdra. Benóný Ægisson rithöfundur skrifaði leikrit um Svein sem sett var upp í Kómedíuleikhúsinu árið 2011 á Ísafirði og Þingeyri.

Þjófur og nauðgari

Margt af því sem sagt hefur verið um þá feðga eru þjóðsögur og opinber gögn eru af skornum skammti. Í leikriti Benónýs, Síðasti dagur Sveins skotta, dregur hann Spánverjavígin, galdrafárið og fleira inn í söguna. „Þetta var merkilegur tími á Vestfjörðum og vondur tími fyrir alþýðu manna. Lútherska kirkjan var að herða tökin og banna fólki að leika sér og dansa. En svo var líka upplýsing í gangi.“

Þegar verið var að taka Axlar-Björn af lífi fyrir níu morð sín á Snæfellsnesi árið 1596 gekk kona hans, Þórdís Ólafsdóttir, með Svein undir belti. Annars hefði hún farið sömu leið sem vitorðsmanneskja Björns. „Þeir voru í vandræðum með hvað þeir ættu að gera við hana en hún hvarf síðan til Vestfjarða og átti Svein skotta þar.“ Sveinn varð síbrotamaður og flakkaði um landið. Oft lenti hann í kasti við lögin og var meðal annars kaghýddur og skorið af honum eyrað. Í annálum var hann kallaður „óráðvendnisstrákur“ sem sífellt færi með „guðlöstunarorð“.

Benóný segir: „Hann hafði á sér galdraorð. Þegar hann er uppi er galdrafárið í gangi á Vestfjörðum og verið var að brenna menn. Sveinn slapp nú reyndar undan því.“ Sagt var að hann hefði gert samning við kölska sjálfan. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að Sveinn skotti hafi verið „djarftækur til kvenna; nálega var hann kunnur að illu einu, en enginn var hann hugmaður eða þrekmaður.“ Hann var 52 ára gamall þegar hann var loks hengdur í Barðastrandasýslu fyrir þjófnað og tilraun til nauðgunar á bóndakonu árið 1646.

Átti aldrei séns

Benóný segir að Axlar-Björn hafi drepið fólk af hreinni græðgi en að þjófnaðir Sveins skotta hafi sennilega að einhverju leyti verið sjálfsbjargarviðleitni. „Þú hlýtur að byrja á mjög vondum stað þegar þú ert sonur Axlar-Bjarnar. Hann átti aldrei neinn séns.“ Benóný segir þó að þeir feðgar hafi óumdeilanlega verið sósíópatar og Sveinn haft illt innræti til kvenna. „Hann hefði ekki verið gjaldgengur í #metoo-byltinguna.“

Ættarbölinu lauk þó ekki með Sveini því sonur hans, Gísli „hrókur“ Sveinsson, var einnig hengdur fyrir þjófnað. Hér er því um að ræða þrjá ættliði karlmanna sem voru teknir af lífi fyrir glæpi. Var bölvun á þessari ætt? „Svo er sagt. Í þjóðsögunum segir að móðir Björns hafi átt í miklum erfiðleikum með að fæða hann.“ Axlar-Bjarnar ættin dó ekki út með Gísla hrók en er engu að síður lítil. Flestir sextándu aldar menn ættu að eiga um 1,6 milljón afkomendur en samkvæmt Íslendingabók eru niðjar Björns tæplega 20 þúsund. Fólk getur auðveldlega flett því upp hvort það sé komið undan feðgunum alræmdu.

Benóný hefur skrifað leikrit um Axlar-Björn sem enn á eftir að setja upp. Þá vill hann skrifa ballett um Gísla hrók, sem lítið er vitað um, og þá yrði þríleikurinn fullkomnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“