fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Vaknaði einn daginn og langaði til að drepa

Paris var þrettán ára þegar hann lagði til systur sinnar með hníf

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 29. desember 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvað fór í gegnum huga Charity Lee, einstæðrar móður tveggja barna, þegar lögregla hringdi í hana þann 5. febrúar árið 2007. Charity hafði skilið börn sín tvö, soninn Paris Bennett, 13 ára, og dótturina Ellu, 4 ára, eftir hjá barnfóstrunni meðan hún reyndi að sjá börnum sínum – og sjálfri sér – farborða með vinnu sem gengilbeina á skyndibitastaðnum Buffalo Wild Wings í bænum Abilene í Texas.

Í haldi lögreglu

Það kom Charity í opna skjöldu, vitandi að börn hennar væru í öruggum höndum, þegar lögregla hringdi í hana skömmu eftir miðnætti þetta örlagaríka kvöld. Lögreglumaður sagði henni að dóttir hennar væri slösuð og brást Charity við með því að óska eftir að fá að hitta hana. Lögreglumaðurinn tjáði henni að það væri ekki hægt, dóttir hennar væri látin. Og þegar Charity spurði lögreglumanninn hvort sonur hennar væri heill heilsu, svaraði hann stutt og skorinort á þá leið að hann væri í haldi lögreglu.

„Þá hætti ég að skilja þetta,“ segir Charity í heimildarmyndinni The Family I Had sem nýlega var sýnd á Investigation Discovery í Bandaríkjunum. Hið óhugsandi hafði gerst; þrettán ára sonur Charity hafði lagt til litlu systur sinnar með hníf og veitt henni banvæna áverka.

Charity með Paris þegar hann var nýfæddur.
Lítill snáði Charity með Paris þegar hann var nýfæddur.

Bráðgáfaður piltur

Sonurinn Paris var ekki beint vandræðagemlingur þó hann hafi þótt um margt sérstakur piltur. Hann þótti bráðgáfaður piltur sem átti mjög auðvelt með að læra. Fyrr um kvöldið hafði hann sannfært barnapíuna um að hún gæti farið heim, hann gæti vel hugsað um sig og litlu systur sína enda kominn á táningsaldur. Síðar um kvöldið náði hann í hníf og lagði til systur sinnar með hníf þar sem hún lá sofandi í rúminu sínu. Að því loknu hringdi hann í vin sinn áður en hann hafði sjálfur samband við neyðarlínuna og tilkynnti morðið.

Langaði til að drepa

En hvað varð til þess að þessi ungi drengur ákvað að fremja svo skelfilegan glæp.?Paris sagði í fyrstu við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann hefði séð ofsjónir, systir hans hefði breyst í einhvers konar djöful og því hafi hann gripið hnífinn í sjálfsvörn. Síðar viðurkenndi hann að það væri lygi, hann hefði einfaldlega vaknað þennan dag og langað til að drepa einhvern. Ætlun hans hafi verið að drepa systur sína, bíða svo eftir að móðir hans kæmi heim og drepa hana. Áætlanir hans hefðu farið út um þúfur vegna þess að það var erfiðara en hann hélt að drepa systur sína. Auk þess myndi móðir hans aðeins þjást í 10 til 15 mínútur ef hann myndi stinga hana, en hún myndi þjást alla ævi ef hann myndi þyrma henni, vitandi það að Ella væri látin.

Vildi hefna sín á móður sinni

Í heimildarmyndinni kemur fram að Paris hafi viljað hefna sín á móður sinni. Sjálf hafði Charity ekki átt sjö dagana sæla á sínum yngri árum. Hún ánetjaðist heróíni un gen kom sér á beinu brautina áður en hún eignaðist Paris. Tólf árum síðar, skömmu fyrir voðaverkið, féll hún og fór að neyta eiturlyfja á nýjan leik. Paris var móður sinni reiður af þessum sökum og sagði að hún hefði valið eiturlyfin fram yfir börnin.

Charity eignaðist dóttur árið 2012.
Með dóttur sinni Charity eignaðist dóttur árið 2012.

Í myndinni er þó ákveðnu ljósi varpað á hugarheim piltsins sem greindur var með siðblindu á háu stigi. Hann viðurkenndi að hafa glímt við svartar hugsanir um morð og ofbeldi frá átta ára aldri en útrásina fékk hann með því að teikna ofbeldisfullar myndir.

40 ára fangelsi

Paris var ákærður og dæmdur fyrir morðið á systur sinni og var niðurstaðan 40 ára fangelsi fyrir þennan barnunga morðingja. Hann er 24 ára í dag og getur sótt um reynslulausn eftir tíu ár, árið 2027. „Ég hef fyrirgefið honum en ef hann myndi ganga laus væri ég hrædd við hann,“ segir hún í myndinni og bætir við að það veiti henni ákveðna hugarró að vita af honum í fangelsi. Sjálfur segir Paris í myndinni að hann glími ekki við geðræn vandamál; hann hafi ákveðið að fremja þennan glæp og hann taki fulla ábyrgð á gjörðum sínum.

Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið heimsækir Charity son sinn reglulega. Hún eignaðist dóttur árið 2012 en kemur ekki með hana í fangelsið. Lög í Texas banna Paris að fá heimsóknir frá einstaklingum undir átján ára. Ástæðan er sú að hann var dæmdur fyrir að drepa barn. Charity ætlar að halda áfram að heimsækja son sinn í fangelsið. „Ég ætla ekki að vera móðir sem yfirgefur barn sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið

Arteta sagður skoða þessa tvo framherja fyrir sumarið
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Guðmundur H. Garðarsson er látinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta

Leikmaður Arsenal talar ekkert við Arteta