1970 – Rauðsokkur mótmæla fegurðarsamkeppni

Kristinn H. Guðnason skrifar
Þriðjudaginn 26. desember 2017 20:30

Annan dag jóla stóð yfir val á ungfrú Reykjavík í Laugardalshöllinni en fyrir utan mótmælti svokallaður Þorláksmessuhópur rauðsokkahreyfingarinnar, um þrjátíu manns. Rauðsokkurnar báru mótmælaspjöld þar sem keppninni var líkt við gripasýningar. Þar stóð meðal annars: „Góðhestasýning“, „Seigar gamalær“ og „Meðalbrjósturmál sýndra kúa 170,6 cm“. Tóku þær sér stöðu við inngang hallarinnar og dreifðu spurningalista til gestanna. Listinn, sem bar yfirskriftina „Meyjamat“, átti að vekja fólk til umhugsunar um keppnina og hvað hún stæði fyrir. Nokkrir gestir fettu upp á nefið vegna mótmælanna sem fóru algerlega friðsamlega fram. Flestir tóku þeim þó vel eða með jafnaðargeði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af