1983 – Brenni Bannað

Kristinn H. Guðnason skrifar
Mánudaginn 25. desember 2017 15:00

Sælgætið bragðsterka Victory V, oft nefnt brenni, var, auk nokkurra annarra sælgætistegunda, bannað af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum vegna skaðlegra efna. Brenni hafði þá verið selt hér á landi í áratugi. Var þetta viðbragð af fréttaflutningi DV um brenni sem íslenskir unglingar notuðu til að komast í vímu. Brenni innihélt klóróform og eter sem meðal annars er notað til svæfinga. Sömu efni voru í bláum Ópal sem tekin var af markaði skömmu áður. Ísland var ekki eina landið sem bannaði Victory V og var efnasamsetningunni breytt skömmu síðar og innflutningur þá leyfður aftur. Kunnugir menn segja þó að brenni hafi verið mun betra fyrir breytinguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af