fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024

Hrottinn á hjólreiðastígnum

Nauðgaði og myrti – Lék lausum hala um langt skeið

Kolbeinn Þorsteinsson
Föstudaginn 22. desember 2017 06:00

Hjólreiðastígsnauðgarinn Stundaði ódæði sín í fjölda ára. Mynd: The Buffalo News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um tuttugu ár reyndi lögreglan í Buffalo í New York-fylki í Bandaríkjunum að hafa hendur í hári níðings sem lagðist á varnarlausar konur og misþyrmdi þeim kynferðislega. Var undir hælinn lagt hvort fórnarlömbin sluppu með líftóruna.

Lögreglan hafði undir höndum blóðsýni úr viðkomandi manni og lífsýni, en hafði ekki fundið samsvörun í gagnagrunnum sínum þrátt fyrir viðamikla leit. Blóðflokkur mannsins var O og átti hann rætur að rekja til frumbyggja Ameríku og Spánverja.

Grunuðum sleppt

Veiðilendur þessa níðings einskorðuðust að mestu við hjólreiðastíga í Buffalo og nágrenni og fékk hann því viðurnefnið Hjólreiðastígsnauðgarinn.

Ferill hans hófst árið 1986 og í fjölda ára bjuggu konur og táningsstúlkur í Buffalo við ótta og forðuðust í lengstu lög að vera einar á ferli.

Árið 1990 beindust sjónir lögreglunnar, einhverra hluta vegna, að Altemio Sanchez í kjölfar morðs á konu að nafni Linda Yalem. Á vettvangi hafði fundist vatnsflaska en rannsókn leiddi í ljós að ekki var um fingraför Altemio að ræða.

Því fór sem fór.

Kíkt á gömul mál

Mörgum árum síðar, árið 2007, fór lögreglan að kíkja á gömul mál, allt frá árinu 1981. Líkindi voru með mörgum þeirra mála og þeim sem eignuð voru Hjólreiðastígsnauðgaranum. Reyndar hafði Anthony nokkur Capozzi verið dæmdur fyrir þá glæpi.

Eitt málanna sem tekin voru til skoðunar varðaði nauðgun sem átti sér stað í Delaware Park í Buffalo. Fórnarlambið hafði sloppið lifandi úr klóm árásarmannsins og fyrir slembilukku náð að leggja bílnúmer hans á minnið. Eigandi bílsins, Wilfredo Caraballo, hafði á þeim tíma sagt lögreglu að hann hefði ekki hreyft bílinn svo mánuðum skipti og ekki voru bornar brigður á orð hans.

Frændinn forherti

Ýmislegt nýtt kom upp úr dúrnum þegar lögreglan spjallaði við Wilfredo áratugum ­síðar og vakti eitt sérstakan áhuga hennar. Frændi Wilfredos hafði þá fengið bílinn að láni. Og hver var svo umræddur frændi? Enginn annar en áðurnefndur Altemio Sanchez.

Í stað þess að rjúka strax í Altemio fékk lögreglan lífsýni úr ættingja hans. Lífsýnið sýndi náinn skyldleika við Hjólreiðastígsnauðgarann og lögreglan taldi sig hafa borið kennsl á hann.

Sök staðfest

Fylgst var með ferðum Altemio og í janúar 2007 var honum veitt eftirför þegar hann fór út að borða á veitingastað í Buffalo. Eftir að hann yfirgaf veitingastaðinn tókst lögreglu að komast yfir lífsýni af glasi sem hann hafði drukkið úr.

Niðurstöður í rannsókn á lífsýnum staðfesti svo ekki varð um villst sekt Altemio Sanchez og hann var tafarlaust handtekinn.

  1. ágúst 2007 var Altemio dæmdur til 75 ára fangelsisvistar án möguleika á reynslulausn.

Altemio var dæmdur fyrir þrjú morð, en talið er nokkuð víst að fórnarlömb hans hafi verið mun fleiri.

Á jákvæðum nótum í lokin: Í mars 2007 var Anthony Capozzi hreinsaður af áburði. Eftir 22 ára prísund, vegna glæpa sem hann hafði ekki framið, gat hann loks um frjálst höfuð strokið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United

Allir þrír leikmenn klárir fyrir United
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum
Stöð 2 lækkar verð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf

Segja Zidane nálægt því að taka að sér óvænt starf
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Verk og vit sett með pomp og prakt

Verk og vit sett með pomp og prakt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur

Nýr þáttur af Íþróttavikunni kominn út – Axel Óskar er gestur
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“