1972 – Stúdentar taka Árnagarð

Kristinn H. Guðnason skrifar
Þriðjudaginn 19. desember 2017 18:30

Í maí mánuði var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, William P. Rogers, í opinberri heimsókn hér á landi en þá var Víetnamstríðið og róttækni ungs fólks í hámarki. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra Íslands, bauð Rogers að skoða fornritin í Árnagarði, eins og algengt er, en þegar þeir komu þangað voru um 150 stúdentar samankomnir á göngunum til að mótmæla heimsókninni og stríðinu. Stúdentarnir bundu fyrir hurðir og hleyptu ráðherrunum ekki inn. Þegar Rogers og fylgdarlið hans keyrðu í burtu eltu stúdentarnir. Einn þeirra stökk upp á þak bílsins og dældaði hann. Bílnum var ekið í átt til Bessastaða að hitta forsetann, en þá komst lögreglan að því að um 50 mótmælendur biðu á veginum með bensínbrúsa og naglabelti til að stöðva bifreiðina. Bifreið Rogers var því ekið suðurleiðina út á Álftanesið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af