fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Óupplýsta morðið á öðrum degi jóla

Eitt fárra óupplýstra morðmála á Íslandi – Kristján var barinn til bana

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 19. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á Kristjáni Guðjónssyni, prentara í Gutenberg, er eitt af dularfyllstu sakamálum Íslandssögunnar. Kristján var 53 ára gamall, kvæntur og átti einn uppkominn son. Rólyndismaður en allvel þekktur í samfélaginu. Kristján var barinn til dauða og fannst í tómum bragga jólin 1945. Gerandinn fannst aldrei og ástæðan fyrir morðinu er ókunn.

Göngutúr gegn timburmönnum

Á öðrum degi jóla, um klukkan þrjú síðdegis, fékk Kristján sér göngutúr frá heimili sínu í Traðarkotssundi við Hverfisgötu. Á jóladag hafði hann verið að skemmta sér og drukkið nokkuð en átti að mæta í jólaboð daginn eftir. Göngutúrinn átti því að hressa hann við og vinna á timburmönnunum. Kristján sagði konu sinni, Kristínu Guðmundsdóttur, að hann yrði kominn heim klukkan fjögur en skilaði sér hins vegar ekki þá og Kristín fór ein í boðið.

Klukkan korter í fjögur kom Kristján á heimili starfsbróður síns, Vilhelms Stefánssonar, í Bergstaðastrætinu en hvorki Vilhelm né kona hans voru heima. Engu að síður dvaldi Kristján þar til hálf fimm með dóttur Vilhelms sem sagði hann hafa verið drukkinn. Kristján hafði vínflösku meðferðis og sagði stúlkunni að hann hefði gefið amerískum hermönnum staup. Síðast sást til Kristjáns um klukkan fimm, gangandi á Laugaveginum.

Um miðnætti var ungt par á göngu á Skúlagötu. Þegar þau gengu framhjá bragga nálægt höfuðstöðvum útgerðarfélagsins Kveldúlfs sáu þau mann liggjandi í blóði sínu þar inni. Tilkynntu þau þetta strax til lögreglu. Lögreglumenn mættu á svæðið, báru kennsl á Kristján og sáu þegar að um morð var að ræða. Líkið var rannsakað og reynt að rekja ferðir Kristjáns yfir daginn.

Leitað að svörtum manni

Áverkarnir á líki Kristjáns voru mjög miklir á báðum hliðum andlitsins og dánarorsökin var talin blóðmissir. Hægt var að sjá að egglaust barefli var notað til verknaðarins og annað eyrað var næstum rifnað af höfðinu. Föt Kristjáns voru skítug og sennilegt er að hann hafi verið dreginn inn í braggann. Læknir áætlaði að dánarstundin hafi verið á milli klukkan sex og sjö. Frakki hans og hattur fundust í bragganum og virtist sem svo að leitað hafi verið í frakkanum.

Víðtæk leit hófst á svæðinu og lögreglan auglýsti eftir vitnum. Einn maður gaf sig fram, leigubílstjóri sem ekið hafði Skúlagötuna um klukkan sjö og séð mann hlaupa yfir götuna í veg fyrir bílinn. Það sem vakti athygli leigubílstjórans var að vegfarandinn hljóp hálfboginn og virtist fela eitthvað sem líktist barefli. Þá hafi maðurinn verið hattlaus, sem var sjaldgæft á þessum árum, og dökkur yfirlitum.

Ekki var hægt að fullyrða að um hörundsdökkan mann væri að ræða en engu að síður beindist rannsókn lögreglunnar að hörundsdökkum mönnum. Leitað var að þeim í Reykjavík og á bandarísku herskipi við höfnina. Allir reyndust þeir hafa ábyggilega fjarvistarsönnun. Rannsóknin fjaraði út og morðingi Kristjáns fannst aldrei. Sögusagnir gengu manna á millum að morðinginn hefði verið svartur bandarískur hermaður og að verknaðurinn hafi verið ránsmorð en Kristján hafði þó ekki mikla fjármuni á sér. Morðið á Kristjáni Guðjónssyni er eitt af örfáum óupplýstum morðmálum í réttarsögu Íslands en hafa ber í huga að réttarmeinafræði og tæknikunnátta lögreglu var mjög frumstæð á þessum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“

Blöskrar fréttaflutningur af minnkandi spilakassatekjum -„Þarna sýndi Rauði krossinn sitt rétta andlit frammi fyrir alþjóð“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Drepfyndið svar Jóns Gnarr – Þess vegna hætti hann við að halda með Liverpool

Drepfyndið svar Jóns Gnarr – Þess vegna hætti hann við að halda með Liverpool
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni

Hlustaðu á hlaðvarp Íþróttavikunnar – Farið yfir sviðið í Bestu deildinni
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar

Lilja leiðir nýja markaðs- og sjálfbærnideild Sýnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga

Ummæli frá Bellamy vekja athygli – Trúir ekki á regnboga
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina

Miðað við tölfræði á United að vera í fallbaráttu – Svona væri staðan ef miðað er við tölfræðina