Henti 10 milljörðum í ruslið

Sumar tiltektir eru afdrifaríkari en aðrar

Björn Þorfinnsson skrifar
Mánudaginn 4. desember 2017 14:00

Hvernig myndi þér líða ef þú hefðir hent 10 milljörðum í ruslið? Líklega frekar illa. Þessi atburðarrás hljómar ótrúverðug en þetta er engu að síður veruleiki sem velski tölvunarfræðingurinn James Howells þarf að lifa við. Fyrir rúmum fjórum árum fargaði hann gömlum hörðum disk sem hann átti. James áttaði sig síðar á því að 7.500 einingar af rafmyntinni bitcoin voru í rafrænu veski í disknum. Um talsverða upphæð var að ræða þá, líklega um ein milljón íslenskra króna, en Howells ákvað að bíta í hið súra epli.

Síðan þá hefur James fylgst með, eflaust fullur skelfingar, gengi rafmyntarinnar hækka upp úr öllu valdi. Á dögunum fór gengið yfir 10.000 dollara á einingu sem þýðir að virði „veskisins“ sem Howell átti hefur vaxið úr einni milljón í um 10 milljarða króna. Fjallað er um málið á Daily Mail.

Howell byrjaði að „grafa“ eftir bitcoin á árdögum bitcoin árið 2009. Hann náði að sanka að sér 7.500 einingum af rafmyntinni þar til tölvan hans gaf sig. Howel skrúfaði vélina niður og seldi hana í pörtum á Ebay en harða drifið, með veskinu verðmæta, geymdi hann í skrifborðsskúffunni sinni.

Nokkrum árum síðar hafði hann gleymt fjársóðnum og í tiltekt árið 2013 henti hann harða disknum í sérstaka tunnu í Newport, sveitarfélaginu sem hann býr í á Bretlandseyjum. Innihald tunnunnar var síðan komið fyrir sem landfylling á afviknum stað.

Þegar Bitcoin fór að hækka ört á þessu ári áttaði Howell sig á mistökum sínum. Hann freistar þess núna að fá leyfi fyrir því að grafa upp á tilteknu svæði þar sem harði diskurinn gæti leynst.

Bæjarfélagið er að meta umsóknina og ljóst er að um umfangsmikið og dýrt verkefni er að ræða. Það verður hinsvegar lítið mál fyrir James Howells að greiða fyrir herlegheitin ef harði diskurinn finnst. Menn leggja ýmislegt á sig fyrir 10 milljarðara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 dögum síðan
Henti 10 milljörðum í ruslið

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

FókusMenning
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Jónína segir skilið við ristilskolun

Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma síðan
Söngkeppni Samfés: Aníta stóð uppi sem sigurvegari

Hvað segir pabbi?

Fyrir 1 klukkutíma síðan
Hvað segir pabbi?

Oddur sterki á Skaganum: Ritstjóri, fornmaður og athlægi

Fókus
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Oddur sterki á Skaganum: Ritstjóri, fornmaður og athlægi

Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Bylgja Guðjónsdóttir hóf að hreyfa sig almennilega fyrir fjórum vikum

Vilhjálmur Birgisson: Lof og last

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Vilhjálmur Birgisson: Lof og last

Umboðsmaður verði lagður niður

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum síðan
Umboðsmaður verði lagður niður

Syrusson: Hágæða sérsmíðuð íslensk hönnunarhúsgögn

Mest lesið

Ekki missa af

Á þessum degi …