fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Finninn flóttagjarni

Juha myrti þriggja manna fjölskyldu – Flúði ítrekað úr fangelsi

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 4. nóvember 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finninn Juha Veikko Valjakkala naut þess vafasama heiðurs að komast í hóp dæmdra glæpamanna í Svíþjóð og Finnlandi árið 1988, en það ár var hann sakfelldur fyrir að hafa myrt þriggja manna fjölskyldu. Morðin framdi hann í kirkjugarði í sænska sveitarfélaginu Åmsele í Norður-Svíþjóð.

Reyndar hafði Juha drepið niður fæti innan finnska réttarkerfisins en þá á grunni minni háttar afbrots. Honum hafði verið sleppt úr fangelsi í Turku í Finnlandi 1. maí 1988 og hjá honum tók við flandur um Svíþjóð og Finnland í félagsskap 21 árs kærustu sinnar, Maritu Routalammi.

Myrðir fjölskyldu

Á þessum þvælingi, 3. júlí nánar tiltekið, komu skötuhjúin við í Åmsele. Eftir að húma fór að kveldi stal Juha reiðhjóli. Eigendur þess voru ekki par ánægðir með það og hófu Sten Nilsson og 15 ára sonur hans eftirför.

Eftirförinni lauk í kirkjugarði og þar lauk einnig jarðlífi feðganna; Juha skaut þá til bana með haglabyssu.

Ewa, eiginkona Stens og móðir Fredriks, kom innan skamms á vettvang í leit að þeim. Ewa reyndi að bjarga lífi sínu með því að hlaupa inn í skóg þar hjá, en Juha náði henni og skar hana á háls.

Viku síðar var parið handtekið í Óðinsvéum í Danmörku.

Lífstíðardómur

Eins og oft vill verða þá skelltu þau skuldinni hvort á annað við réttarhöldin, en frásögn Maritu var tekin trúarleg og bæði voru metin sakhæf.

Reyndar örlaði, að mati réttargeðlæknis, á siðblindu hjá Juha og hann metinn afskaplega árásargjarn.

Juha fékk lífstíðardóm fyrir þrjú morð en kærasta hans slapp með tveggja ára dóm fyrir aðild sína. Juha var sendur til Finnlands til afplánunar en Marita afplánaði aðeins helming síns dóms.

En sagan er ekki öll.

Flótti á flótta ofan

Juha reyndi að flýja úr fangelsi árið 1991, en hafði ekki erindi sem erfiði. Annað var upp á teningnum í apríl árið 1994 því þá tókst honum að flýja og tók kennara í gíslingu.

Juha gat þó ekki lengi um frjálst höfuð strokið því hann náðist skammt frá fangelsinu og slapp gíslinn frá þessum hremmingum án nokkurra áverka.

Árið 2002 flúði Juha úr Pyhäselkä-fangelsinu og komst til Svíþjóðar en í kjölfar umfangsmikillar lögregluaðgerðar var hann gripinn í Långträsk. Hann reyndi að fremja sjálfsmorð í klefa sínum síðar.

Og enn er sagan ekki öll.

Tveggja daga frelsi

Vindur nú sögunni fram til ársins 2004, en þá tókst Juha enn og aftur að flýja. Frelsið varði í aðeins nítján mínútur því hann var gripinn í innan við eins kílómetra fjarlægð frá fangelsinu.

En Juha lét ekki segjast og skömmu eftir miðnætti 28. nóvember 2006 lagði hann enn eina ferðina á flótta, í þetta skipti úr opnu fangelsi í Hamina.

Að kvöldi 30. nóvember réðst lögreglan inn í íbúð í Helsinki þar sem Juha hafði komið sér fyrir. Hann veitti enga mótspyrnu og var sendur í lokað fangelsi í kjölfarið.

Reynslulausn og afbrot

Eftir 19 ára fangelsisvist var Juha veitt reynslulausn í febrúar árið 2008, en síðan handtekinn 12. apríl fyrir að brjóta gegn ákvæðum skilorðsins. Fyrir það fékk hann dóm, en náði þó að ganga í hjónaband með Alexöndru nokkurri í maí. Alexandra þessi kemur ekki frekar við sögu hér.

Í desember 2008 var ákveðið að Juha fengi reynslulausn á ný og gekk það eftir í febrúar 2009.

En hann endaði á bak við lás og slá á ný og flúði enn á ný, 23. nóvember 2011. Hann var gripinn 1. desember í Helsinki en hafði tekist að halda sér frá afbrotum þessa örfáu daga.

Juha hefur skipt nokkrum sinnum um nafn og meðal annars notað nöfnin Aslak Valdemar Ahonen, og Nikita Joakim Fouganthine. Hann er frjáls maður nú um stundir og gengur undir nafninu Nikita Bergenström.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“

Hraunaði yfir eigin leikmann í beinni útsendingu og lét allt flakka: Vinsæll en á ekki skilið mínútur – ,,Brást okkur öllum“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“