fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Vegfarendum var verulega brugðið þegar þeir gengu framhjá gámnum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. nóvember 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að vegfarendum sem áttu leið framhjá ruslagámi í borginni Bergen í Noregi hafi brugðið nokkuð á dögunum. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér var engu líkara en einhverju hræðilegu hefði verið komið fyrir í gámnum.

„Ég hélt fyrst að ég væri loksins kominn í kynni við Jabba the Hutt,“ sagði blaðamaður Fanaposten í Noregi um það þegar hann var sendur á vettvang til að kanna málið. Blaðinu höfðu borist ábendingar um að einhverju dularfullu hefði verið komið fyrir í gámnum.

Við nánari eftirgrennslan kom þó í ljós að það sem var í gámnum var ekkert svo hræðilegt. Í nágrenninu stendur yfir undirbúningur vegna opnunar Dominos-pítsustaðar og var um að ræða deig sem notað er til undirbúnings fyrir starfsfólk.

Bakarar þurfa að kunna réttu handtökin við framleiðslu á deiginu sem síðan er hent í ruslið. Svo virðist vera sem starfsfólkið hafi gleymt að gera ráð fyrir að deigið myndi lyfta sér og urðu afleiðingarnar þessar.

„Að sjálfsögðu er þetta algjörlega óásættanlegt og þessi mistök munu ekki endurtaka sig,“ segir Kenneth Lorentzen, framkvæmdastjóri Dominos í Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður

Frank Lampard hafnaði áhugaverðu starfi eftir viðræður
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband

Bretar vilja láta Úkraínu fá nýtt ofurvopn – Myndband
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar

Reyna að hafa upp á rasistum með hjálp gervigreindar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“

Urðar yfir Arteta og segir þetta stærstu mistök hans – „Það hefur komið í bakið á okkur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar

Ofurtölvan hefur tekið stokkinn og lesið í hann eftir vendingar helgarinnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni

Forráðamenn United verulega ósáttir með þessar fréttir frá helginni
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
EyjanFastir pennar
Fyrir 16 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd