Dæmdur í fangelsi: Sendi vændiskonur ítrekað til nágrannans

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 6. nóvember 2017 22:30

Douglas Goldsberry, 45 ára karlmaður í Nebraska í Bandaríkjunum, hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að senda vændiskonur ítrekað til nágranna síns.

Vændiskonurnar fékk hann til að fækka fötum fyrir utan heimili nágrannans á meðan hann fylgdist með úr eldhúsglugganum.

Nágrannarnir, ung hjón, sögðu fyrir dómi að vændiskonur hefðu komið að heimilinu minnst 75 sinnum frá árinu 2013. Stundum hafi þær sparkað í dyrnar og krafist þess að fá borgað fyrir vinnu sína – hjónunum og tveimur börnum þeirra til mikils ama.

Ekki er talið að Douglas hafi með þessu viljað ná sér niður á hjónunum heldur hafi hann einfaldlega verið að svala fýsnum sínum. Douglas hefur setið 175 daga í fangelsi vegna málsins en ekki er útlit fyrir að hann losni út í bráð.

Í umfjöllun Omaha World-Herald kemur fram að lögregla hafi fundið myndir sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt í tölvu hans og gæti hann átt yfir höfði sér 20 ára fangelsi vegna þess máls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending
433
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu sérstaka landsliðstreyju Ívars fyrir leik Íslands og Nígeríu

Sjáðu sérstaka landsliðstreyju Ívars fyrir leik Íslands og Nígeríu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Nígería komið yfir gegn Íslandi

Sjáðu markið – Nígería komið yfir gegn Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“
Bleikt
Fyrir 4 klukkutímum

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands – Emil skellt á bekkinn og Jón Daði byrjar

Byrjunarlið Íslands – Emil skellt á bekkinn og Jón Daði byrjar