fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Banvæni bósinn

Fimm morð á átta árum – Fórnarlömbin hugsanlega fleiri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. nóvember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Alègre fæddist 20. júní, 1968, í Haute-Garonne-sýslu í suðvesturhluta Frakklands. Hann settist að í Toulouse, helstu borg sýslunnar og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja.

Þann 5. september, 1997, var Patrice, þá 32 ára, handtekinn í höfuðborg Frakklands, París. Hann var ákærður fyrir að hafa nauðgað og myrt sex konur á árunum 1989 til 1997. Hann var einnig kærður fyrir eina nauðgun að auki og morðtilraun. 

Fastagestur í fangelsum

Á unglingsárum var Patrice viðriðinn fjölda innbrota og var að sögn „vandræðaunglingur“. Hann byrjaði að reykja hass og neyta áfengis og fékk mikinn áhuga á költi af ýmsum toga. Sautján ára að aldri reyndi hann að kyrkja kærustu sína.

Innviðir fangelsa voru Patrice ekki með öllu ókunnir, enda fastagestur í slíkum híbýlum á yngri árum. Á meðal þess sem hann hafði unnið við var dyravarsla á diskótekum og annars konar klúbbum.

Auk alls þessa var hann álitinn óforbetranlegur kvennabósi.

Tveir nágrannar

Patrice var ákærður fyrir morð á nágranna sínum í Toulouse í febrúar árið 1989. Ætla má að það hafi ekki verið ávísun á langlífi að vera nágranni Patrice því hann var einnig ákærður fyrir að hafa myrt nágranna sinn í Saint Géniès-Bellevue í Toulouse árið 1990.

Fyrri nágranninn sem hér um ræðir var Valérie Tarriote, 22 ára. Hún fannst nánast nakin í rúmi sínu og með hendurnar samanbundnar fyrir ofan höfuð.

Upp í munn hennar hafði verið troðið tveimur nærbuxum og sá nærfatnaður sem hún var íklædd hafði verið rifinn í hengla. Í stofunni voru tvö glös á borði og því dregin sú ályktun að Valérie hefði þekkt morðingja sinn. 

Hinn nágranninn sem um ræðir var 19 ára kona, Laure Martinet, og segir ekki frekar af því.

Handtaka í París

Í febrúar 1997 myrti Patrice vændiskonu að nafni Martine Matias. Líkið af henni fannst í annarlegri stellingu í íbúð hennar og ýmislegt sem benti til þess að kynlíf hefði komið við sögu. Á tveimur stöðum í íbúðinni sáust ummerki íkveikju. Martine hafði verið kyrkt.

Mireille Normand, 36 ára, féll fyrir hendi Patrice í Verdun og í september 1997 myrti hann Isabelle Chicherie, 31 ár, í París. Hún reyndist hans síðasta fórnarlamb því hann var handtekinn daginn eftir.

Var neitað um kynlíf

Eitt áttu konurnar sameiginlegt; þær voru allar brúnhærðar. Talið var að ástæða morðanna hafi verið einföld; hann var drukkinn, vildi sofa hjá konunum, þær vísuðu honum á bug. hann lét hendur skipta, fjötraði þær, nauðgaði og kyrkti að lokum.

Ekki er talið útilokað að hann hafi fleiri líf á samviskunni og þá í fleiri löndum og hafa Spánn, Þýskaland og Belgía nefnd til sögunnar í því tilliti. En enn sem komið er um getgátur að ræða.

Ofbeldisfullur faðir

Um föður Patrice, sem var lögreglumaður, var sagt að hann hefði verið ofbeldishneigður. Við réttarhöldin vísaði faðir Patrice þeirri umsögn á bug. Sagðist hann aldrei hafa verið ofbeldisfullur, einungis strangur og aldrei lagt hendur á nokkurn mann.

Þá sagði Patrice: „Hann er að ljúga, eins og vanalega. Ég iðrast aðeins eins; ég drap hann ekki eins og ég hafði þó lofað mömmu minni.“

Patrice Alègre var úrskurðaður sekur og fékk lífstíðardóm 21. febrúar árið 2002.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?

Stuðningsmenn Liverpool súpa hveljur – Af hverju er húsið hans komið á sölu?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi

Ert með ofnæmi fyrir hundum? Þá gætirðu líka verið með lítt þekkt kynlífsofnæmi