Fitness-stjarna vakti mikla reiði vegna þessarar ákvörðunar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 28. október 2017 17:14

Úkraínska fitness-stjarnan Elena Ivanickaya vakti reiði margra á dögunum þegar hún birti mynd á Instagram-síðu sinni.

Elena þessi þykir nokkuð vinsæl í heimalandi sínu og eru fylgjendur hennar á Instagram tæplega tólf þúsund talsins.

Myndin sem um ræðir var af ketti fyrirsætunnar sem búið var að húðflúra. Kötturinn sem um ræðir er af tegundinni Sphynx en þeir eru hárlausir að stærstum hluta.
Birti hún myndir af kettinum þar sem búið var að svæfa hann á meðan húðflúrari athafnaði sig. Síðan mátti sjá myndir af kettinum með húðflúrið.

Dýraverndunarsinnar voru ekki lengi að ausa úr skálum reiði sinnar yfir Elenu og sögðu hana sýna dýrinu lítilsvirðingu. Þá væri þetta ekkert annað en ofbeldi gagnvart saklausri skepnu.

Elena varði þessa ákvörðun sína með kjafti og klóm og sagði köttinn raunar lifa betra lífi en flestir þeirra sem gagnrýndu hana. Þá sagði hún að kettinum hefði ekki orðið meint af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending
433
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu sérstaka landsliðstreyju Ívars fyrir leik Íslands og Nígeríu

Sjáðu sérstaka landsliðstreyju Ívars fyrir leik Íslands og Nígeríu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Nígería komið yfir gegn Íslandi

Sjáðu markið – Nígería komið yfir gegn Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“
Bleikt
Fyrir 4 klukkutímum

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands – Emil skellt á bekkinn og Jón Daði byrjar

Byrjunarlið Íslands – Emil skellt á bekkinn og Jón Daði byrjar