Þetta er konan í lífi eins umtalaðasta manns heims

Ri Sol-ju er eiginkona Kim Jong-un

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 22:00

Hún er líklega 28 ára og lagði stund á söngnám í Kína áður en hún varð eiginkona eins umtalaðasta manns heims um þessar mundir, Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.

Hér er um að ræða Ri Sol-ju sem er hin leyndardómsfulla kona í lífi Kims. Talið er að þau hafi gengið í hjónaband eigi síðar en árið 2012, en þá fyrst var fjallað um hana sem slíka á opinberum vettvangi í ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu.

Þriggja barna móðir

Ekki er hægt að segja að upplýsingar um Ri fylli síður slúðurpressunnar á Kóreuskaganum heldur koma þær upplýsingar sem fyrir liggja yfirleitt frá leyniþjónustustofnunum. Þannig er því haldið fram í gögnum suðurkóresku leyniþjónustunnar að Ri sé 28 ára og móðir þriggja barna sem hún á með Kim.

Ri sést ekki ýkja oft opinberlega en þegar það gerist er hún við hlið eiginmannsins þegar um tímamótaviðburði er að ræða. Til að mynda þegar Kim fagnar vel heppnuðum eldflaugaskotum – nágrönnum þeirra í suðri og Bandaríkjamönnum til armæðu. Þá brosir hún kurteisislegu brosi og er snyrtilega klædd.

Mynd: EPA

Fæddist inn í efnaða fjölskyldu

Talið er að Ri hafi fæðst inn í hátt setta og efnaða fjölskyldu í Norður-Kóreu. Faðir hennar var prófessor og móðir hennar læknir. Lítið er hins vegar vitað um uppvaxtarár hennar eða hvernig hún komst í kynni við hinn alræmda einræðisherra. Hún er þó sögð hafa lagt stund á söngnám í Kína og verið í hópi norðurkóreskra klappstýra sem heimsótti Suður-Kóreu árið 2005.

Áður en hjónaband hennar og Kim var gert opinbert höfðu birst myndir af henni í norðurkóreskum ríkisfjölmiðlum með eiginmanni sínum. Þetta var árið 2012 en loks þegar kom að því að opinbera að um eiginkonu Kim væri að ræða var það gert í framhjáhlaupi, undir lok umfjöllunar um opnun skemmtigarðs í Pyongyang. Þá var tekið fram að Kim Jong-un hefði verið viðstaddur ásamt eiginkonu sinni, Ri Sol-ju. Það er þó engin nýlunda að eiginkonur einræðisherra Norður-Kóreu séu ekki í sviðsljósinu. Þannig voru eiginkonur – eða kona, föður Kim Jongs-un aldrei kynntar sérstaklega í norðurkóreskum fjölmiðlum og þeim haldið algjörlega fjarri sviðsljósinu.

Mynd: EPA

Skartar dýrum hönnunarvörum

Þó að hjónaband þeirra hafi ekki verið gert opinbert fyrr en árið 2012 er talið að þau hafi gifst mun fyrr, jafnvel árið 2009. Aðrar heimildir segja að þau hafi ekki kynnst fyrr en árið 2010, sama ár og fyrsta barn þeirra fæddist. Allt í allt eiga þau þrjú börn en það þriðja kom í heiminn fyrr á þessu ári, að því er talið er.

Ri virðist vera smekkkona og hefur hún sést skarta dýrum hönnunarvörum. Má þar nefna töskur frá fyrirtækjum eins og Dior og Chanel. Þetta hefur verið gagnrýnt af mörgum enda er efnahagsástand Norður-Kóreu afar bágborið og fátækt í landinu mikil.

Heillandi með silkimjúka rödd

Í umfjöllun Independent, sem fjallar um Ri, kemur fram að látið hafi verið að því liggja að Ri hafi verið undir þrýstingi um að eignast þriðja barnið í þeirri von að um sveinbarn yrði að ræða. Fyrstu tvö börn þeirra hjóna voru stúlkur en Kim er sagður hafa viljað dreng sem gæti tekið við völdum í landinu.

Þeir fáu sem hafa hitt Ri segja hana afar almennilega. Einn þeirra er körfuboltakappinn fyrrverandi Dennis Rodman, stórvinur stjórnvalda í Norður-Kóreu. Hann hitti Ri árið 2013 og hélt meira að segja að dóttur þeirra. Þá sagði fyrrverandi sushi-kokkur Kims, Kenji Fujimoto, að Ri væri mjög heillandi kona með silkimjúka rödd. Þegar Kenji hætti störfum fyrir fjölskylduna gaf Ri honum einmitt forláta handtösku frá Dior.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 1 klukkutíma

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending

Hvað segja stuðningsmenn Íslands í Hljómskálagarðinum eftir tapið? Bein útsending
433
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu sérstaka landsliðstreyju Ívars fyrir leik Íslands og Nígeríu

Sjáðu sérstaka landsliðstreyju Ívars fyrir leik Íslands og Nígeríu
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Sjáðu markið – Nígería komið yfir gegn Íslandi

Sjáðu markið – Nígería komið yfir gegn Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi

Íslenskri konu dreymdi fyrir risastórum lottóvinningi
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“

„Ömurlegt að við séum að selja ómetanlegar náttúruperlur út úr landinu“
Bleikt
Fyrir 4 klukkutímum

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“

Móðir Jóhönnu er norn: „Mamma fór með mig til miðils sem lét loka á þessar óvelkomnu heimsóknir“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands – Emil skellt á bekkinn og Jón Daði byrjar

Byrjunarlið Íslands – Emil skellt á bekkinn og Jón Daði byrjar