fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Frægir einstaklingar sem hurfu og hafa aldrei fundist

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 25. september 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári hverfur þó nokkur fjöldi fólks um allan heim, að því er virðist sporlaust. Oftar en ekki hverfa þessir einstaklingar af sjálfsdáðum á meðan eitthvað saknæmt liggur að baki í öðrum tilfellum. Lögregla nær að upplýsa mörg þessara mála en önnur ekki. Til eru nokkur dæmi um þekkta, jafnvel fræga, einstaklinga sem hafa horfið sporlaust. Hér að neðan má sjá samantekt um nokkur slík dæmi.

Richey Edwards

Richey Edwards er fyrrverandi gítarleikari og textahöfundur bresku hljómsveitarinnar Manic Street Preachers. Richey hvarf árið 1995, eða um það leyti sem hljómsveitin var á leið í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna. Liðsmenn sveitarinnar hugðust hittast í London, á flugvellinum, og halda saman til Bandaríkjanna en Richey mætti aldrei. Talið er að hann hafi ekið til Cardiff í Wales en síðan er ekkert vitað um ferðir hans. Richey var vinsæll og ákaflega hæfileikaríkur tónlistarmaður en hafði glímt við þunglyndi. Edwards var formlega úrskurðaður látinn árið 2008 þó líkið hafi aldrei fundist.


Harold Holt

Harold Holt var forsætisráðherra Ástralíu þegar hann hvarf sporlaust í desember árið 1967. Aðeins ári áður, árið 1966, hafði hann tekið við embættinu og var hann vinsæll stjórnmálamaður í heimalandinu. Síðast var vitað um ferðir Holts á Cheviot Beach nærri hafnarbænum Portsea í Viktoríufylki. Hann hafði farið að synda í sjónum og bendir flest til þess að hann hafi drukknað. Veður var slæmt þennan dag og mikil ölduhæð. Ýmsum samsæriskenningum hefur verið fleygt fram um hvarf Holts en ekkert bendir til annars en að um hörmulegt slys hafi verið að ræða.


Jim Sullivan

Jim Sullivan er kannski ekki nafn sem margir kannast við en hefði hann lifað hefði tónlistarsagan getað verið öðruvísi en hún er. Sullivan þessi var efnilegur tónlistarmaður sem margir spáðu mjög bjartri framtíð. Árið 1975, þegar hann var 35 ára, var hann á leið til Nashville í Tennessee þar sem markmið hans var að halda tónleika og slá í gegn. Hann komst hins vegar aldrei til Nashville; bíllinn hans fannst yfirgefinn í eyðimörkinni fyrir utan Santa Rosa í Nýju-Mexíkó, veskið hans, fötin og gítarinn fundust á móteli skammt frá. Ekkert hefur hins vegar spurst til Sullivans síðan. Skömmu fyrir hvarfið hafði Sullivan gefið út plötuna UFO (fljúgandi furðuhlutur) sem fékk glimrandi góða dóma hjá gagnrýnendum.


Oscar Zeta Acosta

Oscar Acosta var bandarískur lögmaður, stjórnmálamaður, ljóðskáld og aktívisti sem hvarf sporlaust árið 1974. Acosta var stórvinur gonzo-blaðamannsins Hunter S. Thompson sem gerði hann ódauðlegan í bók sinni Fear and Loathing in Las Vegas. Sagan rataði svo á hvíta tjaldið en í þeirri mynd leikur Benicio Del Toro hlutverk manns að nafni Gonzo, en fyrirmyndin að Gonzo var títtnefndur Oscar Zeta Acosta. Acosta hvarf þegar hann var á ferðalagi um Mexíkó. Hunter tók sjálfur þátt í leitinni að vini sínum sem bar engan árangur. Ýmsum kenningum hefur verið varpað fram um hvarfið, til dæmis þeirri að hann hafi flækst í fíkniefnaviðskipti og verið drepinn. Aðrir halda því fram að pólitískir andstæðingar hans hafi myrt hann.


Bison Dele

Bison Dele var bandarískur körfuboltamaður sem um árabil lék í NBA-deildinni. Hann varð meistari með Chicago Bulls árið 1997 en spilaði einnig með liðum eins og Orlando Magic og Detroit Pistons. Árið 2002 dundi ógæfan hins vegar yfir. Þegar þarna var komið við sögu var Dele hættur í körfubolta og hafði hann keypt sér bát sem hann hugðist sigla um höfin blá. Þann 7. júlí þetta ár lagði hann í siglingu á báti sínum, Hakuna Matata, ásamt kærustu sinni, Serenu Karlan, skipstjóranum Bertran Saldo og eldri bróður sínum, Miles Dabord, og var markmiðið að sigla til Hawaii. Dele, Karlan og Saldo hurfu hins vegar meðan á siglingunni stóð og er óvíst hver örlög þeirra urðu. Tveimur mánuðum síðar var Dabord handtekinn í Phoenix vegna gruns um aðild að hvarfinu. Hann var látinn laus gegn tryggingu meðan hann beið dóms en í millitíðinni svipti hann sig lífi í september 2002. Margt bendir til þess að hann hafi verið viðriðinn hvarfið eins og lögreglu grunaði.


Lucan lávarður

Lord Lucan, eða Lucan lávarður, hvarf í nóvember 1974 en þá hafði þessi 39 ára Englendingur brennt nær allar brýr að baki sér. Hann var grunaður um morð á barnfóstru, Söndru Rivett, á heimili sínu og líkamsárás gegn fyrrverandi eiginkonu sinni. Hvarf hans er sveipað dulúð og virðist enginn vita hvað varð af honum. Eftir að barnfóstran fannst látinn er Lucan talinn hafa ekið til vinar síns í Uckfield í East Sussex á Englandi. Þar dvaldi hann í nokkra klukkutíma áður en hann hvarf fyrir fullt og allt. Ýmsum kenningum um hvarfið hefur verið varpað fram. Ein er á þá leið að hann hafi flust til Afríku með aðstoð fjársterkra vina og látist þar árið 2000. Aðrir halda því fram að hann hafi svipt sig lífi eftir morðið á barnfóstrunni. Lord Lucan var formlega úrskurðaður látinn á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti

Elmar Örn dæmdur í 3,5 árs fangelsi fyrir nauðganir – Sendi myndbönd af glæpnum til konunnar í pósti
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða

Átján rafmyntaverum lokað í Svíþjóð – Lugu að skattinum til að spara milljarða
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?

Svona hafa síðustu leikir Stjörnunnar og Vals farið – Hvað gerist í kvöld?