fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Konan sem er andlit Norður-Kóreu: Flytur þjóðinni gleðifréttir jafnt sem sorgartíðindi

Ri Chun-hee er gædd miklum persónutöfrum – Nýtur fullkomins trausts þjóðarinnar

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 3. september 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jafnan þegar myndbönd eru sýnd frá útsendingum ríkissjónvarps Norður-Kóreu birtist sama andlitið á skjánum. Þetta er andlit Ri Chun-hee sem fært hefur þjóð sinni gleðifréttir jafnt sem sorgartíðindi undanfarin fjörutíu ár.

Í raun má segja að þessi 74 ára kona, sem fengið hefur hrós fyrir persónutöfra sína og tilfinningaþrungna framkomu, sé andlit Norður-Kóreu. Hún hefur fært þjóð sinni fréttir af hörmungum og var það hún sem tilkynnti um andlát Kim Jong-il árið 2011. Hún tilkynnti einnig um andlát Kim Il Sung árið 1994 og grét hún í báðum útsendingunum. Þá tilkynnti hún í síðasta mánuði að Norður-Kóreumönnum hefði tekist að sprengja kjarnorkusprengju í fimmta skiptið.

Ri átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún tilkynnti um andlát Kim Jong-il árið 2011.
Tilfinningaþrungið augnablik Ri átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hún tilkynnti um andlát Kim Jong-il árið 2011.

Talið er að Kim-fjölskyldan hafi ráðið hana í vinnu árið 1971 og er Kim Jong-un, núverandi einræðisherra Norður-Kóreu, sagður hafa viljað hafa hana áfram í sjónvarpinu eftir að hann tók við völdum í landinu.

Katharine H.S. Moon, prófessor við Wellesley College skammt frá Boston í Bandaríkjunum, segir við Channel 4 í Bretlandi að saga Ri sé um margt merkileg. „Það er mjög erfitt að gerast fréttaþulur í Norður-Kóreu, sérstaklega fyrir konur. Hún er í raun sú eina sem hefur náð svona langt. Að mörgu leyti er hún móðurímynd Norður-Kóreu, andlit konunnar í landinu. Hún er í miklum metum hjá yfirvöldum og nýtur fullkomins trausts. Fólkið í landinu treystir henni enda eru íbúar vanir að sjá hana á hverju kvöldi í sjónvarpinu.“

Ri fæddist árið 1943 og er því komin vel á áttræðisaldur. Hún hefur verið minna áberandi í sjónvarpi Norður-Kóreumanna á undanförnum árum en er þó alltaf til taks þegar stór tíðindi berast. Þá sér hún um að færa landsmönnum tíðindin. Hún var leikkona á sínum yngri árum en allt frá árinu 1971 hefur hún séð um að færa landsmönnum fréttir.

Ri er sögð búa í lúxushúsi í höfuðborginni Pyongyang ásamt eiginmanni sínum, börnum og barnabörnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“