Banabitinn

Tveir menn hlutu dularfullan dauðdaga – Viku síðar skýrðust málin

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 20. ágúst 2017 21:30

Íbúar franska þorpsins Authon-du-Perche í Norður-Frakklandi vissu ekki hvað þeir áttu að halda þegar tveir menn fundust andvana að morgni fimmtudagsins 3. ágúst síðastliðinn. Af verksummerkjum að dæma höfðu mennirnir notið kvöldverðar daginn áður og ekkert benti til þess að til átaka hefði komið.

Endaslepp máltíð

Þetta þótti allt hið dularfyllsta mál. Lík Olivers Boudin, 38 ára, lá á bakinu á jörðinni og lík Luciens Perot, 69 ára, var í stólnum við borðið. Á borðinu fyrir framan Lucien var diskur og hafði Lucien ekki tekist að klára nema helming matarins áður en hann skildi við.

Á borðinu var einnig camembert-ostur, snittubrauð sem búið var að narta í og rauðvínsglas.
Sem fyrr segir benti ekkert til þess að átök hefðu átt sér stað, brotist hefði verið inn eða nokkru rænt af heimili Luciens Perot.

Hafði bæjarstjórinn á orði að engu líkara væri en „tíminn hefði skyndilega stöðvast“.

Liðin lík

Nágrannakona þeirra hafði séð þá um sex leytið á fimmtudagsmorgninum, en dregið þá ályktun að þeir væru að sofa úr sér áfengisvímuna eftir að hafa tekið vel á drykkju kvöldið áður. Konan ákvað að trufla þá ekki.

Um hádegisbil sá sama kona að þeir höfðu ekki hreyft sig og leist ekki á blikuna. Hún reyndi að vekja þá en þeir sýndu ekkert lífsmark.

Matarföng rannsökuð

Í ljósi alls og alls var ekki að undra að sjónir lögreglunnar beindust að matnum. Niðursoðnar baunir þóttu grunsamlegri en margt annað matarkyns á vettvangi en ekkert var útilokað. Var allt; baunirnar, osturinn, kjötið, brauðið og vínið, sent til rannsóknar á Pasteur-stofnunina í París. Rannsóknin leiddi í ljós að maturinn var í hinu besta lagi og matareitrun var því útilokuð.

Hafði bæjarstjórinn á orði að engu líkara væri en „tíminn hefði skyndilega stöðvast“.

Eðlilegar skýringar

Um viku síðar varð ljóst að sannleikurinn í málinu var óspennandi svo ekki sé vægar til orða tekið. Eldri maðurinn, Lucien, sem hafði innbyrt ósköpin öll af víni, reyndi að kyngja helst til stórum kjötbita án þess að tyggja hann nægilega vel – hugsanlega vegna þess að hann vantaði nokkrar tennur. En kjötbitinn stóð sem sagt í Lucien með banvænum afleiðingum.

Oliver Boudin var með meðfæddan hjartagalla og töldu læknar að hann hefði fengið hjartaáfall við að horfa upp á vin sinn deyja.

Í hnotskurn má því segja að Lucien hafi gerst sekur um að reyna að sporðrenna of stórum kjötbita og það hafi orðið banabiti félaganna beggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
í gær

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi

Sjálfsmynd dagsins – Tekin í miðjum stormi
433
í gær

Sjáðu myndirnar – Maradona grét í stúkunni

Sjáðu myndirnar – Maradona grét í stúkunni
433
í gær

Króatía valtaði yfir Argentínu

Króatía valtaði yfir Argentínu
433
í gær

Sjáðu markið – Modric með magnað mark gegn Argentínu

Sjáðu markið – Modric með magnað mark gegn Argentínu
Bleikt
í gær

Oddný Silja stefnir á fullkomið Instagram: „Hvernig á fólk að ná árangri og upplifa hamingju ef það hefur ekki annað frábærara fólk til að bera sig saman við?“

Oddný Silja stefnir á fullkomið Instagram: „Hvernig á fólk að ná árangri og upplifa hamingju ef það hefur ekki annað frábærara fólk til að bera sig saman við?“
Fréttir
í gær

Plötusnúðurinn Steve Aoki nýtur lífsins á Íslandi – Óskar strákunum okkar góðs gengis á HM

Plötusnúðurinn Steve Aoki nýtur lífsins á Íslandi – Óskar strákunum okkar góðs gengis á HM