Hafði aldrei smakkað þjóðarsælgæti Íslendinga: Lakkrísblandað súkkulaði – Sjáðu viðbrögðin

Ivana gefur íslensku nammi einkunn á YouTube

Ritstjórn DV skrifar
Mánudaginn 17. apríl 2017 12:02

Hvað er betra í súkkulaði- og sælgætisþynnku páskanna en að horfa á ferðamenn borða íslenskt súkkulaði og sælgæti? Ef staðan er sú að þú komir ekki niður einum einasta mola til viðbótar, þá er ekkert betra.

Íslendingum er annt um sælgætið sitt og er almennt mikið í mun um að sækja viðurkenningu erlendra ferðamanna fyrir yfirburðum þess. Við elskum það þegar saltlakkrísblandaða súkkulaðið okkar fær skínandi meðmæli en förum í mikla vörn þegar útlendingar skyrpa því út úr sér.

Hin hollenska Ivana, sem heldur úti vinsælu ferðavídeóbloggi á YouTube, var stödd hér á landi á dögunum og smakkaði nokkrar tegundir af íslensku sælgæti. Eins og svo margir útlendingar þá hafði Ivana aldrei heyrt um, séð eða smakkað lakkríssúkkulaði, sem Íslendingum virðist finnast svo ótrúlega gott.

Hér fyrir neðan má sjá sælgætisúttekt hinnar jákvæðu og skemmtilegu Ivönu sem virðist elska sælgæt.


Sjá einnig:

Hvíslandi Candy Man opnar íslenskt nammi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af