„Amma Kviðrista“ fékk lífstíðardóm – Brytjaði vinkonu sína niður og sauð höfuð hennar í potti

Hin rússneska Tamara Samsonova gæti haft fjölmörg mannslíf á samviskunni

Björn Þorfinnsson skrifar
Laugardaginn 1. apríl 2017 20:30

Rússneski ellilífeyrisþeginn Tamara Samsonova, 68 ára, var á dögunum dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð af yfirlögðu ráði. Tamara, sem í Rússlandi gengur undir nafninu „Amma Kviðrista“ svæfði vinkonu sína, Valentinu Ulanova, sem hún hafði atvinnu af að annast. Tamara byrlaði Valentinu svefnlyf, nánar tiltekið 50 muldar svefntöflur sem hún blandaði út í salat og færði fórnarlambi sínu. Þegar Valentina missti loks meðvitund þá brytjaði Tamara hana í búta, skar höfuðið af fórnarlambinu með sög, setti höfuð því næst í pott og sauð það. Óhugnalegt myndband fylgir með fréttinni þar sem „Amma Kviðrista“ sést ganga út úr íbúð sinni með pottinn og farga líkamsleifum Valentinu í grennd við fjölbýlishúsið. Hið viðurstyggilega morð átti sér stað árið 2015 en fyrir það hafði Tamara ítrekað sagt vinum sínum og kunningjum að hún yrði fræg og vinsæl.

Dómarinn, Pavel Smirnov, kvað upp dóminn yfir Tamöru og lýsti því yfir að hún þyrfti að vera vistuð til æviloka á hámarksöryggisstofnun fyrir andlega veika einstaklinga. Þá kom fram að Tamara væri greind með „ofsóknargeðklofa“ (e. paranoid schizophrenia).

Óhugnalegt myndband

Talið er að Tamara hafi fjölmörg önnur mannlíf á samviskunni en líklega verða þau mál aldrei upplýst. Því hefur verið haldið að hún hafi myrt leigjendur af íbúð sinni auk þess sem eiginmaður hennar, Leonid, hvarf sporlaust fyrir rúmum áratug. Á Tamara að hafa sagt lögreglu að hann hafi yfirgefið hana fyrir yngri konu og hafði lögreglan ekkert í höndunum til sem benti til sektar hennar.
iWteiturgunnardg
Tamara játaði í upphafi þrjú önnur mannsdráp en samkvæmt frétt Daily Mail fá lögreglumenn ekki að yfirheyra hana frekar, að svo stöddu. Þess er þó líklega ekki langt að bíða þar til að hún verður ákærð fyrir fleiri morð.
Dagbókafærslur Tamöru benda til þess að fórnarlömb hennar séu að minnsta kosti ellefu talsins. Færslurnar skrifaði hún á rússnesku, ensku og þýsku. Í einni slíkri færslu segir: „Ég drap Volodya, leigjandann minn. Ég skar hann niður í bita inni á baðherbergi með hníf, setti bitana í plastboka og dreifði þeim síðan um Frunzensky-hverfið.“
Þá fann lögreglan blóð úr öðrum leigjanda, Sergei Potyavin, inni á baðherbergi „Ömmu Kviðristu“. Á Tamara að hafa játað morðið við vinkonu sína, Önnu Batalinu.

Hér má sjá myndbandið óhugnalega:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af